Franska félagið Toulouse er búið að hafna tveimur tilboðum í enska miðvörðinn Charlie Cresswell í janúarglugganum.
Annað tilboðið kom frá Brighton úr ensku úrvalsdelidinni og hitt frá Wolfsburg úr þýsku deildinni.
Brighton bauð í heildina 24 milljónir evra, einni milljón minna heldur en Wolfsburg.
Cresswell er mikilvægur hlekkur í liði Toulouse og vill félagið alls ekki selja hann á miðju keppnistímabili. Crystal Palace hefur einnig áhuga á honum.
Cresswell er 23 ára gamall og hefur afrekað það að vinna EM U21 árs landsliða í tvígang með Englandi.
Hann er uppalinn hjá Leeds og lék 14 keppnisleiki fyrir félagið áður en hann var seldur til Frakklands.
Cresswell er mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu hjá Toulouse og á tvö og hálft ár eftir af samningi.
Toulouse er með 29 stig eftir 19 umferðir í frönsku deildinni, aðeins tveimur stigum frá evrópusæti.
Athugasemdir




