Tíunda árið í röð stendur íslenska fyrirtækið Soccer and Education USA fyrir sýningarleikjum(Showcase leikir) hér á landi. Á seinustu tíu árum hefur Soccer & Education USA aðstoðað rúmlega 600 stráka og stelpur að komast á fótboltastyrk í háskólum í Bandaríkjunum.
Þann 7 og 8 febrúar verða sýningarleikir (Showcase leikir) þar sem leikmenn fá tækifæri að spila leiki fyrir framan fullt af bandarískum þjálfurum. Margir frábærir skólar hafa boðað komu sína til landsins. Leikirnir verða einnig teknir upp og sendir út á alla þjálfara. Leikirnir verða í Miðgarði.
Bæði Þorleifur Úlfarsson og Lúkas Magni Magnason sem hafa verið valdir i MLS nýliðavalið tóku þátt í Showcase leikjum á vegum Soccer & Education USA og vöktu mikla athygli.
Rúmlega 100 íslenskir leikmenn sem spila í efstu þremur deildum á Íslandi munu koma við sögu. Sýningarleikirnir munu koma til með að auðvelda ungum og efnilegum leikmönnum að fá góða styrki í háskólum víðsvegar um Bandaríkin.
Fotbolti.net ræddi við Brynjar og spurði hvort það væri ennþá möguleiki að taka þátt og nýta þetta frábæra tækifæri. Hann svaraði játandi og sagði áhugasömum að senda tölvupóst á [email protected].


