Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   mið 28. janúar 2026 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sandra Dís skiptir í Hauka (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Haukar
Sandra Dís Hlynsdóttir er búin að skipta um félag og mun leika fyrir Hauka á komandi leiktíð.

Sandra Dís er fædd 2008 og uppalin hjá ÍR og Fram, en hún reyndist mikilvægur hlekkur í liði ÍR á lokahnykk síðustu leiktíðar.

Hún spilaði einnig sjö leiki með ÍR er liðið féll úr Lengjudeildinni 2024, þrátt fyrir ungan aldur.

Sandra er efnilegur varnarmaður sem hefur heillað þjálfarateymi Hauka mikið í vetur með frammistöðu sinni á æfingum og leikjum með liðinu.

„Hún er mjög vel spilandi, sem er akkúrat það sem við teljum mikilvægt hjá hafsentum fyrir okkar leikstíl. Við erum spennt að vinna með Söndru og hjálpa henni að verða enn betri, því hún getur orðið mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur næstu árin," sagði Hörður Bjarnar Hallmarsson þjálfari Hauka.

Haukar leika í Lengjudeildinni eftir að hafa endað í neðri hluta deildarinnar í fyrra með 22 stig úr 18 umferðum, heilum 14 stigum fyrir ofan fallsvæðið.


Athugasemdir
banner