Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   mið 28. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Risaslagir í lokaumferðinni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar lokaumferð deildarkeppninnar fer fram.

Þá fara 18 leikir fram á sama tíma og er afar mikið um stórleiki sem verður ótrúlega spennandi að fylgjast með.

Úrvalsdeildarfélögin sex eru öll að berjast um sæti í topp 8 sem veitir beinan þátttökurétt í 16-liða úrslitum keppninnar.

Chelsea heimsækir Ítalíumeistara Napoli í spennutrylli þar sem lærlingar Antonio Conte þurfa á sigri að halda eftir hörmulegt gengi í Meistaradeildinni. Napoli er aðeins með 8 stig eftir 7 umferðir og þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni.

Chelsea er aftur á móti í harðri baráttu um að enda í topp 8, liðið situr í áttunda sætinu á markatölu sem stendur.

Newcastle er sæti fyrir ofan Chelsea á markatölu í sjöunda sæti deildarinnar en lærlingar Eddie Howe eiga gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum sér gegn ríkjandi meisturum Paris Saint-Germain.

PSG er einu sæti fyrir ofan Newcastle á markatölu, þar sem þessi þrjú lið eiga öll 13 stig fyrir lokaumferðina.

Manchester City er með 13 stig alveg eins og fyrrnefnd lið, en með verri markatölu, og tekur á móti Tyrklandsmeisturum Galatasaray.

Evrópudeildarmeistarar Tottenham hafa verið að gera flotta hluti í keppninni og sitja í fimmta sæti, einu stigi fyrir ofan stórvelda hópinn. Þeir þurfa helst á sigri að halda á útivelli gegn Eintracht Frankfurt sem mun að öllum líkindum hvíla sína lykilmenn þar sem Þjóðverjarnir eiga ekki möguleika á sæti í útsláttarkeppninni.

Arsenal er með fullt hús stiga og getur teflt fram varaliði gegn Kairat Almaty á meðan Englandsmeistarar Liverpool, sem eiga 15 stig, gætu þurft á sigri að halda gegn áhugaverðu liði Qarabag útaf slakri markatölu.

Borussia Dortmund mætir þá Inter í stórleik þar sem eitt stig skilur liðin að á stöðutöflunni eftir þrjá tapleiki í röð hjá Inter, á meðan erkifjendur þeirra í Juventus heimsækja Mónakó

Risaveldi Barcelona, sem á 13 stig, tekur á móti Viktori Bjarka Daðasyni og félögum í FC Kaupmannahöfn, þar sem Roony Bardghji gæti mætt sínum fyrrum liðsfélögum. FCK þarf helst á ólíklegum sigri að halda til að eiga möguleika á sæti í útsláttarkeppninni.

Real Madrid heimsækir á sama tíma Benfica til Portúgal í leik þar sem heimamenn þurfa sigur til að komast áfram.

Atlético Madrid, einnig með 13 stig, tekur á móti Norðmönnunum í Bodö/Glimt sem þurfa á kraftaverki að halda til að detta ekki úr leik.

Athletic Bilbao þarf helst sigur gegn Portúgalsmeisturum Sporting alveg eins og PSV Eindhoven þarf helst að leggja Þýskalandsmeistara FC Bayern að velli. Bæjarar eru búnir að tryggja sér sæti í topp 8 og gætu því teflt fram varaliði.

Bayer Leverkusen ætti að nægja jafntefli gegn Villarreal til að komast áfram og Atalanta, sem er enn eitt liðið með 13 stig, heimsækir St. Gilloise til Belgíu.

Leikir kvöldsins
20:00 Napoli - Chelsea
20:00 PSG - Newcastle
20:00 Arsenal - Kairat Almaty
20:00 Liverpool - Qarabag
20:00 Man City - Galatasaray
20:00 Eintracht Frankfurt - Tottenham
20:00 Dortmund - Inter
20:00 Mónakó - Juventus
20:00 Barcelona - FC Kaupmannahöfn
20:00 Benfica - Real Madrid
20:00 Atletico Madrid - Bodö/Glimt
20:00 Athletic Bilbao - Sporting
20:00 PSV - Bayern
20:00 Leverkusen - Villarreal
20:00 St. Gilloise - Atalanta
20:00 Pafos - Slavia Prag
20:00 Ajax - Olympiakos
20:00 Club Brugge - Marseille
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 7 0 0 20 2 +18 21
2 Bayern 7 6 0 1 20 7 +13 18
3 Real Madrid 7 5 0 2 19 8 +11 15
4 Liverpool 7 5 0 2 14 8 +6 15
5 Tottenham 7 4 2 1 15 7 +8 14
6 PSG 7 4 1 2 20 10 +10 13
7 Newcastle 7 4 1 2 16 6 +10 13
8 Chelsea 7 4 1 2 14 8 +6 13
9 Barcelona 7 4 1 2 18 13 +5 13
10 Sporting 7 4 1 2 14 9 +5 13
11 Man City 7 4 1 2 13 9 +4 13
12 Atletico Madrid 7 4 1 2 16 13 +3 13
13 Atalanta 7 4 1 2 10 9 +1 13
14 Inter 7 4 0 3 13 7 +6 12
15 Juventus 7 3 3 1 14 10 +4 12
16 Dortmund 7 3 2 2 19 15 +4 11
17 Galatasaray 7 3 1 3 9 9 0 10
18 Qarabag 7 3 1 3 13 15 -2 10
19 Marseille 7 3 0 4 11 11 0 9
20 Leverkusen 7 2 3 2 10 14 -4 9
21 Mónakó 7 2 3 2 8 14 -6 9
22 PSV 7 2 2 3 15 14 +1 8
23 Athletic 7 2 2 3 7 11 -4 8
24 Olympiakos 7 2 2 3 8 13 -5 8
25 Napoli 7 2 2 3 7 12 -5 8
26 FCK 7 2 2 3 11 17 -6 8
27 Club Brugge 7 2 1 4 12 17 -5 7
28 Bodö/Glimt 7 1 3 3 12 14 -2 6
29 Benfica 7 2 0 5 6 10 -4 6
30 Pafos FC 7 1 3 3 4 10 -6 6
31 St. Gilloise 7 2 0 5 7 17 -10 6
32 Ajax 7 2 0 5 7 19 -12 6
33 Eintracht Frankfurt 7 1 1 5 10 19 -9 4
34 Slavia Prag 7 0 3 4 4 15 -11 3
35 Villarreal 7 0 1 6 5 15 -10 1
36 Kairat 7 0 1 6 5 19 -14 1
Athugasemdir
banner