Hin efnilega Kamilla Diljá Thorarensen er búin að skrifa undir þriggja ára samning við KR.
Kamilla Diljá er fædd 2009 og spilaði 4 leiki í deild og bikar í fyrra. Hún á einnig tvo leiki að baki fyrir U16 landsliðið.
KR endaði um miðja deild í Lengjudeildinni í fyrra með 28 stig úr 18 umferðum. Það hefur mikil uppbygging verið í gangi í kvennastarfinu í Vesturbænum eftir slakt gengi síðustu ára.
„Við hlökkum til að fylgjast með Kamillu á vellinum í sumar og næstu árin," segir meðal annars í tilkynningu frá KR.
Athugasemdir



