Unglingalandsliðsmaðurinn Arnar Breki Björnsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við Stjörnuna.
„Arnar Breki er kraftmikill og fjölhæfur miðjumaður, fæddur árið 2011. Hann er leikmaður í 3. flokki félagsins en hefur í vetur verið í æfinga- og leikmannahópi meistaraflokks og staðið sig afar vel þegar hann hefur fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína," segir m.a. í tilkynningu Stjörnunnar.
„Arnar Breki er kraftmikill og fjölhæfur miðjumaður, fæddur árið 2011. Hann er leikmaður í 3. flokki félagsins en hefur í vetur verið í æfinga- og leikmannahópi meistaraflokks og staðið sig afar vel þegar hann hefur fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína," segir m.a. í tilkynningu Stjörnunnar.
Miðjumaðurinn á að baki þrjá leiki með U15 landsliðinu.
„Framtíðin er svo sannarlega björt og við hlökkum til að fylgjast með framþróun Arnars Breka í Stjörnutreyjunni," segir í tilkynningunni.
Athugasemdir




