Svissneska stórveldið FC Basel er búið að ráða inn nýjan þjálfara á miðju tímabili.
Stephan Lichtsteiner, fyrrum varnarmaður Arsenal og landsliðsmaður Sviss, er tekinn við stjórn.
Lichtsteiner, 42 ára, lék í fjórum af fimm bestu deildum Evrópu á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta auk þess að spila 108 landsleiki fyrir Sviss.
Hann lék lengst af fyrir Juventus á Ítalíu þar sem hann vann ógrynni titla en skipti svo til Arsenal á frjálsri sölu fyrir tímabilið 2018-19, þegar hann var orðinn 34 ára.
Hann lék 23 leiki fyrir Arsenal og skipti svo yfir til Augsburg áður en hann lagði skóna á hilluna til að einbeita sér að þjálfaranáminu.
Lichtsteiner tók við U15 liði Basel fyrir fjórum árum síðan og stóð sig vel. Hann hélt áfram að þjálfa ungu strákana samhliða því að stýra FC Wettswil-Bonstetten í fjórðu efstu deild og er núna búinn að fá þriggja og hálfs árs samning sem þjálfari meistaraflokks hjá Basel.
Hann tekur við Basel í fjórða sæti svissnesku deildarinnar, með 36 stig eftir 21 umferð. Liðið er tíu stigum á eftir toppliði FC Thun.
?? ???????????????????????????? ???????????????????????????????????????????????? ???????????? ???????????????????? ????????????-????????????????????????????????????????????
— FC Basel 1893 (@FCBasel1893) January 26, 2026
Der FC Basel 1893 verpflichtet Stephan Lichtsteiner als neuen Cheftrainer der 1. Mannschaft. Der 42-Jährige, der den Club bereits aus seiner Tätigkeit im rotblauen Nachwuchs bestens kennt,… pic.twitter.com/IMzPoZnDcL
Athugasemdir


