Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   mið 28. janúar 2026 09:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliði Selfoss á leið í Aftureldingu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Afturelding er að fá Jón Vigni Pétursson í sínar raðir frá Selfossi. Hann er með lausan samning og Afturelding fær hann á frjálsri sölu.

Jón Vignir hefur verið fyrirliði Selfoss síðustu tímabil. Hann ökklabrotnaði í júlí í fyrra og missti af seinni hluta tímabilsins vegna meiðslanna. Hann er að komast aftur af stað eftir meiðslin.

Fleiri félög vildu fá Jón Vigni en hann hefur náð samkomulagi við Aftureldingu og verður kynntur hjá félaginu fljótlega.

Hann er fæddur árið 2003 og getur bæði spilað í hjarta varnarinnar og á miðjunni.

Afturelding féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili og hefur misst talsvert úr leikmannahópnum.

Komnir
Óðinn Bjarkason frá KR (var á láni hjá ÍR)
Daníel Darri Þorkelsson frá KFG
Kristján Hjörvar Sigurkarlsson frá Kára
Bart Kooistra frá HK

Farnir
Hrannar Snær Magnússon til Noregs
Jökull Andrésson í FH
Aron Jóhannsson hættur
Aron Jónsson í FH
Arnór Gauti Ragnarsson hættur
Þórður Gunnar Hafþórsson í Vestra
Bjarni Páll Linnet Runólfsson í Fram

Samningslausir
Benjamin Stokke
Sigurpáll Melberg Pálsson
Luc Kassi
Athugasemdir
banner
banner
banner