Þeir Úlfur Ágúst Björnsson og Sigurður Arnar Magnússon eru tilnefndir til MAC Hermann Trophy í Bandaríkjunum.
Það eru virtustu einstaklingsverðlaunin í Division I háskólaboltanum í Bandaríkjunum en það eru þjálfarar sem kjósa um verðlaunin.
Það eru virtustu einstaklingsverðlaunin í Division I háskólaboltanum í Bandaríkjunum en það eru þjálfarar sem kjósa um verðlaunin.
Úlfur Ágúst er sóknarmaður sem spilar með FH hér heima og í háskólaboltanum leikur hann með Duke, sem er risastór íþróttaháskóli.
Sigurður Arnar er varnarmaður sem spilar með ÍBV hér heima og Ohio State í Bandaríkjunum.
Verðlaunin verða afhent við hátíðlega kvöldstund í St. Louis í byrjun næsta árs.
Athugasemdir