Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 14:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir Íslendingar tilnefndir til virtra verðlauna í Bandaríkjunum
Úlfur Ágúst Björnsson.
Úlfur Ágúst Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Úlfur Ágúst Björnsson og Sigurður Arnar Magnússon eru tilnefndir til MAC Hermann Trophy í Bandaríkjunum.

Það eru virtustu einstaklingsverðlaunin í Division I háskólaboltanum í Bandaríkjunum en það eru þjálfarar sem kjósa um verðlaunin.

Úlfur Ágúst er sóknarmaður sem spilar með FH hér heima og í háskólaboltanum leikur hann með Duke, sem er risastór íþróttaháskóli.

Sigurður Arnar er varnarmaður sem spilar með ÍBV hér heima og Ohio State í Bandaríkjunum.

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega kvöldstund í St. Louis í byrjun næsta árs.
Athugasemdir
banner
banner
banner