Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 14. janúar 2021 16:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Mikael Egill: Gaman að heyra af áhuga frá svona stóru félagi
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: SPAL
Í baráttunni með Spal
Í baráttunni með Spal
Mynd: MEE
Mikael Egill Ellertsson er leikmaður Spal á Ítalíu. Mikael er átján ára gamall Framari sem var valinn í U21 árs landsliðshópinn síðasta haust.

Í vetur hefur lítið verið leikið í unglinga- og varaliðsdeildunum á Ítalíu, í raun hefur ekkert verið leikið síðan 19. október.

„Við erum búnir að vera í hléi frá leikjum síðan 19. október. Þá lékum við gegn Bologna sem var okkar síðasti leikur. Við höfum æft stíft þrátt fyrir að leika enga leiki. Ég sjálfur hef æft með aðalliðinu og primavera liðinu. Við (primavera liðið) á núna leik 19. janúar í bikarnum," sagði Mikael þegar Fótbolti.net hafði samband við hann.

„Við munum leika stíft næstu mánuði. Þetta hefur verið erfitt án leikja en maður verður að halda einbeitingu, halda áfram að æfa og gera hlutina vel."

Gaman að heyra af áhuga Juventus
Snemma í desember var greint frá áhuga Ítalíumeistar Juventus á Mikael. Samkvæmt frétt Ferrara um málið vill Juventus fá Mikael í U23 ára lið sitt sem spilar í Serie C. Hvernig var að heyra af áhuga Juventus?

„Það er alltaf gaman að heyra að svona stór félög hafa áhuga á manni. Það þýðir að maður er að gera eitthvað gott á því sviði sem maður spilar á, en ég er svo sem ekkert mikið að pæla í þessu."

Mikael sagði þá að hann hafi ekki heyrt meira af áhuga Juventus en eins og hann segir sjálfur veltir hann þessu ekki of mikið fyrir sér.

Gaman að fá kallið en leiðinlegt að geta ekki spilað
Mikael var valinn í U-21 landsliðshópinn gegn Lúxemborg síðasta haust. Það var í fyrsta sinn sem hann hefur verið valinn. Kom þetta honum á óvart?

„Já, þetta kom alveg á óvart. Það er alltaf gaman að fá kallið í hópinn. Ég fékk að vita þetta frá Spal, þeir sögðu að ég hefði verið valinn og yrði í hópnum í Lúxemborg. Það var gott að fá kallið, eins og með Juve, maður veit þá að maður hefur verið að gera vel."

Mikael gat ekki verið með í leiknum vegna meiðsla.

„Það var leiðinlegt að geta ekki komist í verkefnið. Ég varð fyrir smá meiðslum í nára viku fyrir leikinn," sagði Mikael.

Sjá einnig:
Mikael Egill: Andstæðingur vildi fá skóna mína í miðjum leik (20. mars '20)
Athugasemdir
banner
banner
banner