Það er útlit fyrir að Erik Huseklepp verði í teymi Freys Alexanderssonar hjá Brann. Huseklepp er fæddur í Bergen og er sannkölluð bæjarhetja.
Fyrir nokkrum vikum lýsti hann því yfir að hann vildi taka við sem aðalþjálfari hjá Brann en hann þjálfaði liðið til bráðabirgða eftir að Eirik Horneland lét af störfum til að taka við St. Etienne í Frakklandi.
Fyrir nokkrum vikum lýsti hann því yfir að hann vildi taka við sem aðalþjálfari hjá Brann en hann þjálfaði liðið til bráðabirgða eftir að Eirik Horneland lét af störfum til að taka við St. Etienne í Frakklandi.
Huseklepp lék lengi með Brann og hefur verið í þjálfarateymi félagsins frá 2022. Staðarmiðlar hafa mikið fjallað um stöðu Huseklepp hjá Brann eftir að hann lýsti því yfir að vilja taka við liðinu. Forráðamenn félagsins höfðu aðrar hugmyndir og Freyr hefur verið kynntur sem nýr þjálfari.
Jonathan Hartmann, sem hefur verið aðstoðarmaður Freys hjá Lyngby og Kortrijk, fylgir honum til Brann. Freyr sagði á fréttamannafundi í gær að hann vildi einnig hafa Huseklepp með í teyminu.
Miðað við myndir sem teknar voru á æfingu Brann virtist Frey og Huseklepp koma vel saman og talið er að sá norski muni halda áfram störfum fyrir félagið.
Athugasemdir