Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 14. febrúar 2021 17:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Sem fyrrum sóknarmaður myndi ég segja að þetta sé mark
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var svekktur eftir 1-1 jafntefli við West Brom á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Solskjær segir að sem gamall sóknarmaður þá finnist honum mark West Brom vera gott og gilt. Það þótti umdeilt þar sem Mbaye Diagne, sóknarmaður West Brom, fór með höndina í andlitið á Victor Lindelöf, varnarmanni Man Utd.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Braut Diagne á Lindelöf í fyrsta markinu?

„Sem fyrrum sóknarmaður myndi ég segja að þetta væri mark. En nýlega var dæmt brot á Harry (Maguire) þegar hann komst upp fyrir varnarmann. Það var ekki mark. Þetta snýst bara um að reglurnar séu skýrar og það sé stöðugleiki í dómgæslunni."

„Þetta var einn af þessum dögum þar sem við vorum ekki þar sem við áttum að vera," sagði Solskjær og átti þar við að menn væru ekki að mæta á réttan stað í teignum. „Við eigum að spila betur en við gáfum sjálfum okkur erfiða byrjun. Þú hefur 90 mínútur til að bæta upp fyrir það en við vorum lengi í gang."

„Ég hef sagt það að það eigi ekki að tala um okkur sem titilbaráttulið. Það er vel gert hjá strákunum að vera í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við ætlum samt ekki að leyfa Manchester City að komast langt í burtu frá okkur, við spilum við þá fljótlega og ætlum ekki að hleypa þeim alltof langt frá okkur," sagði Solskjær en City er núna sjö stigum á undan United og með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner