Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðskilja þurfti tvo leikmenn Real Madrid
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Það var hiti á æfingu hjá Real Madrid nokkrum dögum fyrir leikinn mikilvæga gegn Arsenal í Meistaradeildinni.

El Chiringuito segir frá því að leikmenn liðsins hafi þurft að aðskilja liðsfélagana Jude Bellingham og Antonio Rudiger eftir að það upp úr á milli þeirra á æfingu síðasta föstudag.

Rudiger á að hafa farið í slæma tæklingu og Bellingham hafi þá svarað honum fullum hálsi.

Vandamálið var þó leyst og má reikna með því að þeir verði báðir í byrjunarliðinu seinna í vikunni þegar Madrídarstórveldið leikur seinni leik sinn við Arsenal í Meistaradeildinni.

Madrídingar eru 3-0 undir í einvíginu og þurfa að eiga óaðfinnanlegan leik á heimavelli til að eiga möguleika á því að komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner