Stjarnan vann 2-1 sigur á ÍA á Samsungvellinum fyrr í kvöld. Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrra mark Stjörnunnar og lagði upp síðara á Guðmund Baldvin. Andri mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 ÍA
„Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Extra sætt að vinna í dag, því við vinnum í fyrstu umferð. Með fullt hús stiga og fulla ferð áfram."
„Við erum búnir að sýna gríðarlega baráttu. Þegar við fáum mörk á okkur þá stöndum við það af okkur og höldum áfram. Við vorum óhræddir að halda í boltann og þreyta þá."
Andri skoraði og lagði upp.
„Ég var sáttur með það að hjálpa liðinu að vinna í dag. Ég hefði getað skorað annað mark í fyrri hálfleik en þrjú stig er það eina sem við biðjum um."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir