Norski miðjumaðurinn Sverre Nypan hefur samþykkt að ganga í raðir Aston Villa frá Rosenborg en þetta kemur fram í norska miðlinum Adressa.
Þessi 18 ára gamli leikmaður er talinn einn af efnilegustu leikmönnum heims og var hann meðal annars á lista hjá Guardian yfir bestu leikmenn heims sem eru fæddir árið 2006.
Nypan spilaði sinn fyrsta leik með Rosenborg árið 2022 og síðan þá verið fastamaður í liðinu.
Í byrjun árs heimsótti Nypan nokkur úrvalsdeildarfélög og skoðaði aðstæður en honum leist best á verkefnið hjá Aston Villa. Greint var frá því að hin félögin sem hann skoðaði aðstæður hjá voru Arsenal og Manchester City.
Adressa fullyrðir að hann hafi nú tekið ákvörðun um að ganga í raðir Villa og verður samkomulagi frágengið á næstu vikum.
MIðjumaðurinn á 37 leiki að baki með yngri landsliðum Noregs en á enn eftir að spila sinn fyrsta A-landsleik.
Athugasemdir