Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   mán 14. apríl 2025 20:56
Brynjar Ingi Erluson
England: Sigurmark Bournemouth kom eftir 52 sekúndur
Antoine Semenyo skoraði eina markið í upphafi leiks
Antoine Semenyo skoraði eina markið í upphafi leiks
Mynd: EPA
Bournemouth 1 - 0 Fulham
1-0 Antoine Semenyo ('1 )

Evrópubarátta Bournemouth lifir áfram góðu lífi eftir að liðið vann 1-0 sigur á Fulham á Vitality-leikvanginum í Bournemouth í kvöld.

Heimamenn voru ekki lengi að finna sigurmarkið. Antoine Semenyo þurfti aðeins 52 sekúndur til að skora það, en það gerði hann eftir að hafa fengið boltann hægra megin og fíflað Antonee Robinson áður en hann lagði boltann í vinstra hornið.

Ekki vantaði fjörið þrátt fyrir aðeins eitt mark hafi verið skorað, en leikmenn Fulham nöguðu sig eflaust í handarbakið með að hafa ekki nýtt færin sín í fyrri hálfleiknum.

Rodrigo Muniz fékk gott tækifæri til að jafna metin eftir misskilning milli Dean Huijsen og Marcos Senesi, en nýtti ekki og þá fóru Muniz og Ryan Sessegnon illa með tvö skallafæri.

Á lokamínútum síðari hálfleiks reyndi Fulham að þrýsta inn jöfnunarmarki. Alex Iwobi átti gott skot sem Kepa Arrizabalaga varði vel og þá náði Huijsen að komast fyrir hættulegan bolta frá Tom Cairney.

Fimm mínútum var bætt við venjulegan leiktíma, sem var ekki nægur tími fyrir Fulham til að jafna og vann því Bournemouth mikilvægan sigur í Evrópubaráttunni og fyrsti sigurinn síðan 15. febrúar!

Bournemouth fer upp fyrir Fulham á töflunni og situr nú í 8. sæti með 48 stig en Fulham með jafnmörg stig í sætinu fyrir neðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner