Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. júlí 2021 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Romano tekur undir: Ætla að skipta á Griezmann og Saul
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano hefur tekið undir með spænskum fjölmiðlum sem segja Barcelona og Atletico Madrid vera í viðræðum um ansi merkileg félagaskipti.

Saúl Niguez, miðjumaður Atletico, er sagður á leið til Barcelona í skiptum fyrir frönsku stórstjörnuna Antoine Griezmann. Viðræður eru á góðum punkti en samkomulag næst ekki um kaupverð.

Barca vill fá pening með skiptunum en ólíklegt er að Atletico verði við þeirri beiðni. Griezmann er dýrari en Börsungar þurfa að losna við hann af launaskrá og er neyðin orðin ansi mikil þar á bæ.

Börsungar keyptu Griezmann fyrir tveimur árum fyrir 120 milljónir evra og gáfu honum risasamning. Griezmann er í dag launahæsti leikmaður Barcelona eftir að Lionel Messi tók á sig 50% launalækkun.

Hann hefur ekki staðið undir væntingum hjá Barcelona en er þó kominn með 35 mörk í 99 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner