Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Ítalíu á EM í dag. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik en Ítalía var meira með boltann og hafði yfirhöndina úti á vellinum eftir að íslenska liðið komst yfir.
Steini var spurður hvort það hefði komið til greina að gera skiptingar strax í hálfleik.
Steini var spurður hvort það hefði komið til greina að gera skiptingar strax í hálfleik.
Lestu um leikinn: Ítalía 1 - 1 Ísland
„Nei, ekki þannig. Við fórum í hálfleiknum aðeins betur yfir áhersluatriði sem við vildum laga og smá tilfærslur hjá okkur. Ég vildi ekki breyta, mér fannst ítalska liðið þannig séð ekki vera að skapa neitt. Þetta voru fyrirgjafir einhvers staðar utan af kanti sem voru ekki að skapa nein færi þannig séð - tvö skot fyrir utan teig."
„Við vorum þannig ekkert stressaðir yfir þessu, ég vildi ekki gera breytingu strax. Við spáðum í það en ákváðum að gera það ekki."
Sveindís fór fram undir lokin. Hvernig fannst þér það koma út?
„Ég raunverulega gerði það af því mér fannst við liggja svo aftarlega að það væri jafnvel pláss á bakvið (varnarlínu Ítalíu) fyrir hana. Hún var ekki búin að vera mikið inn í leiknum úti á væng, þurfti að elta mikið langt niður. Hraðaógnunin hennar... það voru 70-80 metrar í markið sem var svolítið langt. Pælingin var hvort hún fengi möguleikann verandi fremst að koma sér á bakvið. Það munaði svo sem ekki miklu í eitt eða tvö skipti."
Fannst þér miðjumennirnir okkar orðnar þreyttar og gefa eftir þegar leið á leikinn?
„Við gerðum fyrstu skiptinguna á 57. mínútu, þá tek ég Gunný út af. Ég tek svo Söru út af á 78. mínútu. Við gerðum breytingar, reyndum að þrýsta aðeins á þetta, fá ferska fætur inn og það var næstum því búið að heppnast," sagði Steini.
Sjá einnig:
Steini hálfdapur eftir leik - „Þorðum ekki að spila boltanum"
Athugasemdir