Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   fös 14. ágúst 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Sam Tillen í ÍH (Staðfest)
Sam Tillen.
Sam Tillen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski vinstri bakvörðurinn Sam Tillen hefur fengið félagaskipti yfir í ÍH í 4. deildinni.

Sam lék með Fram og FH á árunum 2008 til 2016 áður en hann lagði skóna á hilluna. Hann meiddist illa árið 2014 og spilaði ekkert það ár.

Sam er þjálfari í yngri flokkum FH og hann hefur nú fengið félagaskipti í ÍH sem er í 3. sæti í A-riðli í 4. deildinni og í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni.

ÍH hefur einnig fengið framherjann Andra Þór Sólbergsson til liðs við sig á láni frá Fram og markvörðinn Stefán Hirst Friðriksson frá KV.
Athugasemdir
banner