Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 14. september 2019 18:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Það er töluvert verk óunnið enn
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta gerði heldur góða ferð suður með sjó í dag þegar þeir heimsóttu botnlið Njarðvíkur á Rafholtsvellinum þegar flautað var til leiks í 21.Umferð Inkasso deildar karla.
Grótta hefði með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum getað tryggt sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Tilfiningin eftir sigurinn er frábær. Hrikalega erfiður leikur við erfiðar aðstæður en það er töluvert verk óunnið enn og við eigum mjög erfiðan leik á móti Haukum í lokaumferðinni þar sem við þurfum að fá allavega eitt stig." Sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu eftir leikinn í dag.

Gróttu virðist vera að takast hið ómögulega en það eru ekki margir sem gerðu ráð fyrir þessari stöðu hjá Gróttu fyrir mót og margir sem velta fyrir sér hvernig þeir fara að þessu.
„Það er frábær spurning og væri örugglega tilefni í eitthvað lengra og ýtarlegra spjall en okkur hefur tekist að halda hópnum nokkuð vel á tánnum. Tekið einn leik í einu og lifað í núinu en svo misstum við menn of lang frá okkur eftir sigurinn á móti Grenivík og við fengum skell á móti Aftureldingu en menn stigu þvíllíkt upp aftur í dag og nú er okkar verkefni að halda mönnum á jörðinni fyrir síðasta leikinn."
„Það hefur gengið mjög vel í sumar og kannski eru það við þjálfararnir sem hefðum átt að grípa einhvernveginn öðruvísi inní en menn flugu helvíti nálægt sólinni eftir Grenivíkurleikinn þannig að við lærðum af því og nei það hefur ekki verið erfitt, menn hafa tæklað þetta sumar fagmannlega og vel heilt yfir."

Grótta hefur verið með yfirlýsta stefnu sem felur í sér að leikmenn liðsins eru ekki á launum frá félaginu en nú þegar Pepsi Max virðist handan við hornið var tilefni til að spyrjast fyriri um hvort hörfað verði frá þessari stefni fari svo að liðið fari upp og geti þá jafnvel verið samkeppnishæft á markaðinum í efstu deild.
„Ég geri ekki ráð fyrir því. Við þurfum að byrja klára þetta tímabil og hvað sem verður í Inkasso eða Pepsi þá fóru menn með ákveðna hugsjón af stað og auðvitað er alltaf hægt að læra af hlutunum og allt það en í grunninn verður væntanlega keyrt áfram bara á nákvæmlega sömu hugmyndafræði."

Mikið hefur verið rætt um þjálfara störf í efstu deild á Íslandi en geir Halldór ráð fyrir því að hann og Óskar Hrafn haldi áfram með Gróttu á næsta ári.
„Það bara kemur í ljós eins og allt annað. Við ætlum bara að klára mótið og spila þennan stóra leik við Hauka og svo taka menn bara næstu skref og við sjáum hvað verður."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner