Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 14. september 2019 18:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Það er töluvert verk óunnið enn
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta gerði heldur góða ferð suður með sjó í dag þegar þeir heimsóttu botnlið Njarðvíkur á Rafholtsvellinum þegar flautað var til leiks í 21.Umferð Inkasso deildar karla.
Grótta hefði með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum getað tryggt sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Tilfiningin eftir sigurinn er frábær. Hrikalega erfiður leikur við erfiðar aðstæður en það er töluvert verk óunnið enn og við eigum mjög erfiðan leik á móti Haukum í lokaumferðinni þar sem við þurfum að fá allavega eitt stig." Sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu eftir leikinn í dag.

Gróttu virðist vera að takast hið ómögulega en það eru ekki margir sem gerðu ráð fyrir þessari stöðu hjá Gróttu fyrir mót og margir sem velta fyrir sér hvernig þeir fara að þessu.
„Það er frábær spurning og væri örugglega tilefni í eitthvað lengra og ýtarlegra spjall en okkur hefur tekist að halda hópnum nokkuð vel á tánnum. Tekið einn leik í einu og lifað í núinu en svo misstum við menn of lang frá okkur eftir sigurinn á móti Grenivík og við fengum skell á móti Aftureldingu en menn stigu þvíllíkt upp aftur í dag og nú er okkar verkefni að halda mönnum á jörðinni fyrir síðasta leikinn."
„Það hefur gengið mjög vel í sumar og kannski eru það við þjálfararnir sem hefðum átt að grípa einhvernveginn öðruvísi inní en menn flugu helvíti nálægt sólinni eftir Grenivíkurleikinn þannig að við lærðum af því og nei það hefur ekki verið erfitt, menn hafa tæklað þetta sumar fagmannlega og vel heilt yfir."

Grótta hefur verið með yfirlýsta stefnu sem felur í sér að leikmenn liðsins eru ekki á launum frá félaginu en nú þegar Pepsi Max virðist handan við hornið var tilefni til að spyrjast fyriri um hvort hörfað verði frá þessari stefni fari svo að liðið fari upp og geti þá jafnvel verið samkeppnishæft á markaðinum í efstu deild.
„Ég geri ekki ráð fyrir því. Við þurfum að byrja klára þetta tímabil og hvað sem verður í Inkasso eða Pepsi þá fóru menn með ákveðna hugsjón af stað og auðvitað er alltaf hægt að læra af hlutunum og allt það en í grunninn verður væntanlega keyrt áfram bara á nákvæmlega sömu hugmyndafræði."

Mikið hefur verið rætt um þjálfara störf í efstu deild á Íslandi en geir Halldór ráð fyrir því að hann og Óskar Hrafn haldi áfram með Gróttu á næsta ári.
„Það bara kemur í ljós eins og allt annað. Við ætlum bara að klára mótið og spila þennan stóra leik við Hauka og svo taka menn bara næstu skref og við sjáum hvað verður."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner