Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. september 2020 11:00
Innkastið
Þrjú lið skorað færri mörk en Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hefur valdið vonbrigðum í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið er með fjórtán stig í áttunda sæti deildarinnar eftir 2-0 tap gegn Val í gær.

„Liðið gefur sig út fyrir að vera sóknarsinnað lið. Þeir vilja sækja á mörgum mönnum en þeir hafa skorað nítján mörk og eru með mínus einn í markatölu," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu í gær.

Víkingur stefndi á titilbaráttu fyrir mót en sú hefur ekki orðið raunin.

„KA, Grótta og Fjölnir eru einu liðin sem hafa skorað minna í deildinni en Víkingur. Það er sjokkerandi," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Nikolaj Hansen hefur varla sést. Menn hefðu búist við fleiri mörkum frá Ágústi Hlyns þó að mér finnist hann reyndar þrefalt betri en í fyrra. Hann er ljós punktur í þessu Víkings liði en þetta er í raun bara Óttar Magnús Karlsson og co," sagði Gunnar.

Óttar Magnús hefur dregið vagninn í markaskorun Víkings en hann hefur skorað níu af nítján mörkum liðsins. Erlend félög vilja fá Óttar og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir tímaspursmál hvenær hann fer frá félaginu.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið þar sem rætt var mikið um Víking og meðal annars hvort Arnar Gunnlaugsson sé of mikið að hugsa um að koma andstæðingnum á óvart.
Innkastið - Yfirferð að loknum Ofursunnudegi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner