Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 14. september 2024 17:23
Ármann Örn Guðbjörnsson
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
„Ég er dapur, tilfinningarnar eru á fullu núna eftir leikinn en við unnum og ég skoraði mark, svo ég er bara nokkuð glaður," sagði Gary Martin leikmaður Víkings Ólafsvík eftir 3 - 1 sigur á Kormáki/Hvöt í 2. deild karla í dag en þrátt fyrir sigurinn fer liðið ekki upp því Völsungur burstaði KFA á sama tíma.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 3 -  1 Kormákur/Hvöt

„Ég vil ekki að þetta sé endirinn á ferli mínum á Íslandi en ég veit bara ekkert. Mig langar ekki að þetta sé að enda því ég naut þess mikið í sumar. Ég fer í vetur til Englands og spila og býðst tveggja ára samningur þar en með þeim möguleiki að ég geti farið líka til Íslands. Ef allt gengur vel heima og ekkert kemur upp hér þá kem ég ekki aftur, sagði hann.

Gary spilaði með nokkrum liðum á Íslandi en hvar setur hann Víking á listann sinn.

„Ofarlega, þetta er sérstakt félag, ég ætlaði mér ekki að sparka í bolta í sumar. Ég ætlaði bara að sitja út ferilinn og vinna og fara svo heim. Þeir sannfærðu mig og þetta var næst besti hópur sem ég hef verið með. KR var númer eitt og þetta er númer tvö. Hópurinn þeirra er sérstakur, við erum með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei áður spilað fyrir þjálfara sem er yngri en ég og hann er með Rúnari (Kristinssyni) besti þjálfari sem ég hef haft. Brynjar er frábær, hópurinn er frábær og við erum besta liðið í þessari deild. Sama hvað öðrum finnst og ég veit að taflan sýnir annað."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir