Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   lau 14. september 2024 17:23
Ármann Örn Guðbjörnsson
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
„Ég er dapur, tilfinningarnar eru á fullu núna eftir leikinn en við unnum og ég skoraði mark, svo ég er bara nokkuð glaður," sagði Gary Martin leikmaður Víkings Ólafsvík eftir 3 - 1 sigur á Kormáki/Hvöt í 2. deild karla í dag en þrátt fyrir sigurinn fer liðið ekki upp því Völsungur burstaði KFA á sama tíma.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 3 -  1 Kormákur/Hvöt

„Ég vil ekki að þetta sé endirinn á ferli mínum á Íslandi en ég veit bara ekkert. Mig langar ekki að þetta sé að enda því ég naut þess mikið í sumar. Ég fer í vetur til Englands og spila og býðst tveggja ára samningur þar en með þeim möguleiki að ég geti farið líka til Íslands. Ef allt gengur vel heima og ekkert kemur upp hér þá kem ég ekki aftur, sagði hann.

Gary spilaði með nokkrum liðum á Íslandi en hvar setur hann Víking á listann sinn.

„Ofarlega, þetta er sérstakt félag, ég ætlaði mér ekki að sparka í bolta í sumar. Ég ætlaði bara að sitja út ferilinn og vinna og fara svo heim. Þeir sannfærðu mig og þetta var næst besti hópur sem ég hef verið með. KR var númer eitt og þetta er númer tvö. Hópurinn þeirra er sérstakur, við erum með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei áður spilað fyrir þjálfara sem er yngri en ég og hann er með Rúnari (Kristinssyni) besti þjálfari sem ég hef haft. Brynjar er frábær, hópurinn er frábær og við erum besta liðið í þessari deild. Sama hvað öðrum finnst og ég veit að taflan sýnir annað."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner