Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
banner
   lau 14. september 2024 17:23
Ármann Örn Guðbjörnsson
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
„Ég er dapur, tilfinningarnar eru á fullu núna eftir leikinn en við unnum og ég skoraði mark, svo ég er bara nokkuð glaður," sagði Gary Martin leikmaður Víkings Ólafsvík eftir 3 - 1 sigur á Kormáki/Hvöt í 2. deild karla í dag en þrátt fyrir sigurinn fer liðið ekki upp því Völsungur burstaði KFA á sama tíma.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 3 -  1 Kormákur/Hvöt

„Ég vil ekki að þetta sé endirinn á ferli mínum á Íslandi en ég veit bara ekkert. Mig langar ekki að þetta sé að enda því ég naut þess mikið í sumar. Ég fer í vetur til Englands og spila og býðst tveggja ára samningur þar en með þeim möguleiki að ég geti farið líka til Íslands. Ef allt gengur vel heima og ekkert kemur upp hér þá kem ég ekki aftur, sagði hann.

Gary spilaði með nokkrum liðum á Íslandi en hvar setur hann Víking á listann sinn.

„Ofarlega, þetta er sérstakt félag, ég ætlaði mér ekki að sparka í bolta í sumar. Ég ætlaði bara að sitja út ferilinn og vinna og fara svo heim. Þeir sannfærðu mig og þetta var næst besti hópur sem ég hef verið með. KR var númer eitt og þetta er númer tvö. Hópurinn þeirra er sérstakur, við erum með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei áður spilað fyrir þjálfara sem er yngri en ég og hann er með Rúnari (Kristinssyni) besti þjálfari sem ég hef haft. Brynjar er frábær, hópurinn er frábær og við erum besta liðið í þessari deild. Sama hvað öðrum finnst og ég veit að taflan sýnir annað."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner