Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   lau 14. september 2024 17:23
Ármann Örn Guðbjörnsson
Gary Martin: Ætlaði mér að sitja út samninginn og sparka ekki í bolta í sumar
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
„Ég er dapur, tilfinningarnar eru á fullu núna eftir leikinn en við unnum og ég skoraði mark, svo ég er bara nokkuð glaður," sagði Gary Martin leikmaður Víkings Ólafsvík eftir 3 - 1 sigur á Kormáki/Hvöt í 2. deild karla í dag en þrátt fyrir sigurinn fer liðið ekki upp því Völsungur burstaði KFA á sama tíma.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 3 -  1 Kormákur/Hvöt

„Ég vil ekki að þetta sé endirinn á ferli mínum á Íslandi en ég veit bara ekkert. Mig langar ekki að þetta sé að enda því ég naut þess mikið í sumar. Ég fer í vetur til Englands og spila og býðst tveggja ára samningur þar en með þeim möguleiki að ég geti farið líka til Íslands. Ef allt gengur vel heima og ekkert kemur upp hér þá kem ég ekki aftur, sagði hann.

Gary spilaði með nokkrum liðum á Íslandi en hvar setur hann Víking á listann sinn.

„Ofarlega, þetta er sérstakt félag, ég ætlaði mér ekki að sparka í bolta í sumar. Ég ætlaði bara að sitja út ferilinn og vinna og fara svo heim. Þeir sannfærðu mig og þetta var næst besti hópur sem ég hef verið með. KR var númer eitt og þetta er númer tvö. Hópurinn þeirra er sérstakur, við erum með frábæran þjálfara. Ég hef aldrei áður spilað fyrir þjálfara sem er yngri en ég og hann er með Rúnari (Kristinssyni) besti þjálfari sem ég hef haft. Brynjar er frábær, hópurinn er frábær og við erum besta liðið í þessari deild. Sama hvað öðrum finnst og ég veit að taflan sýnir annað."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir