Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 14. október 2020 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: Birkir Már jafnaði eftir mark Lukaku
Icelandair
Birkir Már skoraði sitt annað landsliðsmark.
Birkir Már skoraði sitt annað landsliðsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan í leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni er 1-1.

Romelu Lukaku, sóknarmaður Inter á Ítalíu, kom Belgum yfir á níundu mínútu leiksins.

„Bolti á lofti inn á teiginn. Lukaku tekur við boltanum með bakið í marki. Skýlir boltanum frá Hólmari sýndist mér og hjálpinn ekki nægilega öflug, Lukaku snýr og skýtur boltanum í markið," skrifaði Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke um mark Lukaku.

Á 17. mínútu leiksins jafnaði Ísland metin og var að verki Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals í Pepsi Max-deildinni. Hægri bakvörðurinn er búinn að vera funheitur fyrir framan markið í Pepsi Max-deildinni að undanförnu og hann heldur bara áfram að skora. Markið kom eftir frábæra sendingu frá Rúnari Má Sigurjónssyni.

Þess má geta að Birkir er í fyrsta sinn í landsliðshópnum í keppnisleik síðan í október í fyrra. Þetta er hans annað landsliðsmark í 93. landsleiknum.

Mark Lukaku má sjá hérna og mark Birkis má sjá að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner