Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möguleiki á að Alaba spili ekki fótbolta aftur
David Alaba.
David Alaba.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt Onda Cero á Spáni, þá er möguleiki á því að David Alaba snúi ekki aftur í fótbolta á hæsta stigi.

Það hefur gengið illa hjá Alaba að koma til baka eftir að hann sleit krossband.

Alaba er byrjaður aftur að æfa en hann er mjög þjáður og hefur lítið getað beitt sér. Þessi slæmu meiðsli eru að hafa mikil áhrif á hann.

Real Madrid er þess vegna að hugsa um að styrkja sig varnarlega í janúarglugganum en það er mikil óvissa með Alaba.

Alaba, sem er 32 ára gamall, hefur spilað með Real Madrid frá 2021. Hann sleit krossband í leik gegn Villarreal í desember síðastliðnum.
Athugasemdir
banner
banner