Tvenna frá Ronaldo dugði ekki - Dýrmætur sigur á Írlandi
Leikjum kvöldsins er lokið í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM þar sem England tryggði sér farmiða á HM á næsta ári með öðrum stórsigri, í þetta sinn gegn Lettlandi.
Harry Kane skoraði tvennu og komust Eberechi Eze og Anthony Gordon einnig á blað í fimm marka sigri. Þetta er annar fimm marka sigur Englendinga á útivelli í röð eftir að hafa rúllað yfir Serbíu í september.
England er þar með fyrsta Evrópuþjóðin til að tryggja sér miða á HM á næsta ári.
Portúgal gerði þá jafntefli við Ungverjaland og er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti á lokamótinu.
Hinn fertugi Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Portúgala í fyrri hálfleik en Dominik Szoboszlai var hetja Ungverja. Hann lagði upp opnunarmarkið snemma leiks og jafnaði svo metin sjálfur í uppbótartíma.
Portúgal er áfram með fimm stiga forystu á toppi F-riðils og sitja Ungverjar í öðru sæti. Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu koma svo í þriðja sæti eftir sigur gegn Armeníu í dag.
Evan Ferguson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik eftir að Tigran Barseghyan leit rauða spjaldið í liði gestanna. Tíu Armenar náðu ekki að jafna metin.
Írar eru núna með fjögur stig eftir fjórar umferðir, einu stigi á eftir Ungverjum í öðru sætinu mikilvæga. Þeir írsku eiga þó erfiða útileiki í Portúgal og Ungverjalandi í næsta landsleikjahlé.
Spánverjar eru þá með fullt hús stiga eftir þægilegan sigur gegn Búlgaríu, en þeir eru þó ekki búnir að tryggja sér farmiða á HM útaf Tyrkjum sem fylgja þeim fast á eftir í öðru sæti.
Mikel Merino miðjumaður Arsenal skoraði tvennu í 4-0 sigri Spánverja í dag og skoraði Mikel Oyarzabal liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar úr vítaspyrnu.
Miðvörðurinn Merih Demiral skoraði tvennu í 4-1 sigri Tyrkja gegn Georgíu, í bæði skiptin eftir stoðsendingu frá Hakan Calhanoglu sem tekur öll föst leikatriði Tyrkja. Kenan Yildiz komst einnig á blað ásamt Yunus Akgün.
Mateo Retegui skoraði tvö er Ítalía vann sannfærandi sigur á heimavelli gegn Ísrael til að tryggja sér umspilssæti. Það virðist allt benda til þess að Ítalir séu á leið í umspil fyrir HM í þriðja sinn í röð, en þeir töpuðu afar óvænt síðustu umspilsleikjum gegn Svíþjóð og Norður-Makedóníu fyrir HM 2018 og 2022.
Dusan Vlahovic og Aleksandar Mitrovic skoruðu báðir í sigri Serbíu í Andorru og að lokum gerði Eistland jafntefli við Moldóvu.
Estonia 1 - 1 Moldova
1-0 Mattias Kait ('12 )
1-1 Stefan Bodisteanu ('64 )
Turkey 4 - 1 Georgia
1-0 Kenan Yildiz ('14 )
2-0 Merih Demiral ('22 )
3-0 Yunus Akgun ('35 )
4-0 Merih Demiral ('52 )
4-1 Giorgi Kochorashvili ('65 )
Ireland 1 - 0 Armenia
1-0 Evan Ferguson ('70 )
Rautt spjald: Tigran Barseghyan, Armenia ('52)
Andorra 1 - 3 Serbia
1-0 Guillaume Lopez ('17 )
1-1 Christian Garcia ('19 , sjálfsmark)
1-2 Dusan Vlahovic ('54 )
1-3 Aleksandar Mitrovic ('77 , víti)
Latvia 0 - 5 England
0-1 Anthony Gordon ('26 )
0-2 Harry Kane ('44 )
0-3 Harry Kane ('45 , víti)
0-4 Maksims Tonisevs ('58 , sjálfsmark)
0-5 Eberechi Eze ('86 )
Spain 4 - 0 Bulgaria
1-0 Mikel Merino ('35 )
2-0 Mikel Merino ('57 )
3-0 Atanas Chernev ('79 , sjálfsmark)
4-0 Mikel Oyarzabal ('90 , víti)
Portugal 2 - 2 Hungary
0-1 Attila Szalai ('8 )
1-1 Cristiano Ronaldo ('22 )
2-1 Cristiano Ronaldo ('45 )
2-2 Dominik Szoboszlai ('90 )
Italy 3 - 0 Israel
1-0 Mateo Retegui ('45 , víti)
2-0 Mateo Retegui ('74 )
3-0 Gianluca Mancini ('90 )
Athugasemdir