Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 14. nóvember 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Elísabet Gunnarsdóttir orðin UEFA Pro þjálfari
Mynd: Fotball Gala
Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið við stjórnvölinn hjá sterku liði Kristianstad í sænska kvennaboltanum í rúman áratug og er núna komin með UEFA Pro þjálfaragráðuna.

Elísabet er aðeins 44 ára gömul en hún byrjaði afar ung í þjálfun og gerði garðinn frægan við stjórnvölinn hjá ÍBV og Val áður en hún hélt til Svíþjóðar. Þar áður hafði hún verið leikmaður Vals og Stjörnunnar en lagði skóna á hilluna 2001.

Fótboltalega séð hefur þetta verið gott ár fyrir Elísabetu og lærimeyjar hennar í Kristianstad þar sem liðið er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir lokaumferðina.

Kristianstad er aðeins sex stigum frá toppliði Gautaborgar, með 45 stig eftir 21 umferð.

Svava Rós Guðmundsdóttir gerði 6 mörk í 15 deildarleikjum með Kristianstad í ár. Sif Atladóttir gat ekki tekið þátt.


Athugasemdir
banner
banner