Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. nóvember 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvaða lið kemur á óvart? - Eru að smíða skrímsli
Christian Pulisic.
Christian Pulisic.
Mynd: Getty Images
Kemur Danmörk á óvart?
Kemur Danmörk á óvart?
Mynd: EPA
Federico Valverde, leikmaður Úrúgvæ.
Federico Valverde, leikmaður Úrúgvæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Senegal gæti komið á óvart.
Senegal gæti komið á óvart.
Mynd: EPA
Það er innan við vika í það að HM í Katar fari af stað. Við fengum tíu vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast mótinu áður en rúllað verður af stað.

Á næstu dögum munum við birta þessar spurningar og svar sérfræðinganna við þeim. Næst er það spurningin: Hvaða lið mun koma á óvart?

Arnar Laufdal, Fótbolti.net
Það er eitthvað við þennan leikmannahóp hjá Bandaríkjamönnum. Með leikmenn eins og Gio Reyna, Pulisic, Brenden Aaronson, Yunus Musah og fleiri skemmtilega leikmenn. Á pappír er þetta ágætis leikmannahópur. Þeir lenda í öðru sæti í sínum riðli á eftir Englandi og munu þá líklega mæta Hollandi í 16-liða úrslitum og þar getur allt gerst; 'the soccer team' gæti farið í 8-liða úrslit.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sérfræðingur RÚV
Sko ég ætla segja Íran og ég byggi það bara á því að ég hlustaði á Heimi Hallgríms tala um vinnuna sem þeir hafa unnið seinustu ár. Held þeir gæti komið á óvart. Sé þá alveg fyrir mér gefa öllum liðinum í þeirra riðli leik. Bandaríkin - Íran gæti verið áhugaverður leikur.

Gunnar Birgisson, RÚV
Bandaríkjamenn eru að smíða skrímsli og með sinn 'LeBron James of football' (Christian Pulisic) þá munu þeir vinna riðillinn sinn og detta út í 8-liða úrslitum sem mun koma þægilega á óvart.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV
Hérna ætla ég að segja frændur okkar Danir. Finnst einhver meðbyr með þeim þessi dægrin. Held að þeir gætu komið á óvart og unnið þennan D-riðil, takist það þá gæti leiðin í undanúrslitin orðið nokkuð þægileg.

Jasmín Erla Ingadóttir, Stjarnan
Danmörk mun koma á óvart. Þeir eru með mjög góða leikmenn og eru búnir að vera spila vel undanfarið. Ég held að þeir komist jafnvel í undanúrslit.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Eg held að Brasilía verði það lið sem mun koma á óvart á neikvæðan hátt. Það hefur alltaf blundað léttur Brassi í mér, en það er eitthvað sem segir mér að þeir munu hiksta og valda vonbrigðum. Skilja minn mann Bobby Firmino eftir heima - ásamt fleiri frábærum leikmönnum - og hefur Tite fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir það. Richarlison fór með, hvaða grín er það? Það mun kosta þá á mótinu að hafa ekki Firmino í liðinu þegar lið leggjast djúpt niður á völlinn og þeim vantar leikmann fram á við sem er frábær í stutta spilinu á litlu svæði.

Það lið sem ég hef trú á að geri gott mót eru Bandaríkin. Þeir munu koma á óvart, en Lebron James fótboltans hjá Kananum - Christian Pulisic - verður ekki þeirra aðalmaður. Leedsarinn Brenden Aaronson mun stela fyrirsögnunum. Veikir Leedsarar á borð við Mána Péturs, Agnar Þór Hilmars og Þorstein Sigvaldason munu allir bíða spenntir eftir mót að fá sömu frammistöðu hans með Leeds í ensku úrvalsdeildinni. Það mun hins vegar ekki vera raunin.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH
Danir koma á óvart og fara alla leið í 8-liða úrslit.

Sigurður Gísli Bond Snorrason, Afturelding
Úrúgvæ kemur á óvart og með smá heppni gætu þeir komist í úrslit! Verður gaman að sjá Valverde!

Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport
Bandaríkin ætla sér risastóra hluti eftir fjögur ár en ég sé þá alveg komast í átta liða úrslit núna. Þeir geta hæglega náð öðru sæti B-riðils og þá ættu þeir að fá leik í 16-liða sem þeir geta tekið. Annars held ég að Katar verði slökustu gestgjafar í sögu HM.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Valur
Ég held að Senegal muni koma á óvart. Þeir eru með mjög gott lið og nánast á hverju HM hefur lið frá Afríku tekið skref fram á við. Því held ég að þeir geti komið á óvart með Sadio Mané fremstan í flokki.

Sjá einnig:
Með hvaða liði heldur þú?
Athugasemdir
banner
banner