Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. nóvember 2022 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Með úttroðna hrútspunga í stað bolta!
Mynd: Aðsend

Út var að koma hjá Bókaútgáfunni Hólum stórmerkileg bók sem heitir KNATTSPYRNUBÆRINN – 100 ÁRA KNATTSPYRNUSAGA AKRANESS og er hún eftir Björn Þór Björnsson, sagnfræðing, Skagamann og knattspyrnuunnanda frá blautu barnsbeini.


Í bókinni er að finna sögur af forgöngumönnum knattspyrnunnar í bænum, úttroðnum hrútspungum sem notaðir voru sem boltar, baráttu Kára og Knattspyrnufélags Akraness, stofnun ÍA og gullöldum félagsins, óteljandi úrslitaleikjum, bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar, yfirvofandi gjaldþroti og bæjarsálinni sem er samofin fótboltanum.

Þó svo að þess ætti ekki að þurfa, þá er rétt og skylt að taka það fram að þarna fær knattspyrna kvenna veglegan sess, enda urðu Skagamenn fyrstir Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna á innanhússmóti sem fram fór árið 1971.

Margt forvitnilegt er dregið fram í sviðsljósið og fjömargar myndir prýða þetta merka rit sem þegar hefur hlotið mikið lof og góðar viðtökur.

Allir sem áhuga hafa á sögu íslenskrar knattspyrnu ættu að lesa þessa bók!


Athugasemdir
banner
banner
banner