Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 14. nóvember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir hafði engar efasemdir þegar hann valdi Doherty
Mynd: EPA
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu taka á móti Finnlandi í kvöld í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni.

Finnar verma botnsætið án stiga eftir fjórar umferðir á meðan Írar eiga þrjú stig eftir sigur í Finnlandi í október. Fjórða sæti riðilsins fellur niður í C-deildina á meðan þriðja sætið fær umspilsleik og því er leikurinn í kvöld mikilvægur.

Heimir hefur verið gagnrýndur fyrir að kalla Matt Doherty ekki upp í landsliðið í fyrstu tveimur landsleikjahléunum, en hann ákvað að hafa bakvörðinn með í hópnum sem mætir Finnum. Doherty var upprunalega ekki með í hópnum en þegar fyrirliðinn Seamus Coleman fann fyrir meiðslum ákvað Heimir að kalla á Doherty.

Coleman og Doherty eru báðir gríðarlega leikreyndir hægri bakverðir og vill Heimir ekki hafa þá báða í hópnum til að gefa yngri leikmönnum tækifæri.

„Við höfum sagt frá byrjun að við viljum ekki hafa Seamus og Matt í sama landsliðshópnum. Við viljum gefa ungum bakvörðum tækifæri líka," sagði Heimir. „Við þurfum á Matt að halda í þessu landsleikjahléi eftir að hafa misst Seamus og Shane Duffy í meiðsli. Ég hafði engar efasemdir um hver ætti að fylla í skarðið fyrir Seamus.

„Ég á í jákvæðum samskiptum við Matt, hann er mjög fínn náungi."


Írum nægir jafntefli gegn Finnum í kvöld til að tryggja sér þriðja sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner