Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kane ósáttur með samherjana: England á að vera númer eitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Harry Kane fyrirliði enska landsliðsins er ósáttur með hversu margir leikmenn drógu sig úr landsliðshópnum fyrir komandi landsleikjahlé.

England spilar leiki við Írland og Grikkland í B-deild Þjóðadeildarinnar og þarf helst að sigra þá báða til að hirða toppsætið.

Lee Carsley þjálfar enska landsliðsins til áramóta og valdi hann 26 menn í upprunalegan landsliðshóp, en níu þeirra drógu sig úr honum vegna meiðsla eða hnjaska.

„Mér finnst eins og England eigi að koma á undan öllu öðru. Enska landsliðið er mikilvægara heldur en félagsliðið þitt," sagði Kane á fréttamannafundi í gær.

„Það mikilvægasta fyrir atvinnumann í fótbolta er að spila fyrir landsliðið sitt og Gareth Southgate vissi það. Hann var óhræddur við að taka ákvarðanir gegn leikmönnum sem gáfu ekki kost á sér í landsliðið þó að þeir gætu spilað.

„Það er synd hversu margir leikmenn drógu sig úr hópnum í þessari viku. Þetta er erfiður tímapunktur á leiktíðinni og kannski eru einhverjir leikmenn að nýta sér hléð til að fá smá hvíld. Ef ég á að vera heiðarlegur þá líkar mér ekki sú hegðun. England á alltaf að vera í fyrsta sæti hjá landsliðsmönnum."


Trent Alexander-Arnold, Cole Palmer, Phil Foden, Jack Grealish, Bukayo Saka, Declan Rice, Aaron Ramsdale, Levi Colwill og Jarrad Branthwaite eru leikmennirnir níu sem drógu sig úr hópnum.

England heimsækir Grikkland í kvöld og tekur svo á móti Írlandi á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner