Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. desember 2019 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Ekki besti leikur Liverpool en tóku samt stigin þrjú
Ekki besti leikur Liverpool, en stigin eru þeirra.
Ekki besti leikur Liverpool, en stigin eru þeirra.
Mynd: Getty Images
Liverpool 2 - 0 Watford
1-0 Mohamed Salah ('38 )
2-0 Mohamed Salah ('90)

Liverpool vinnur og vinnur í ensku úrvalsdeildinni. Í dag vann Liverpool sigur gegn botnliði Watford á heimavelli.

Leikurinn var kannski aðeins erfiðari en margir bjuggust við fyrir topplið Liverpool, en Mohamed Salah skoraði fyrsta mark leiksins á 38. mínútu. Watford hafði gert nokkuð vel fyrir markið, en það eru mörkin sem telja.

Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik skoraði Sadio Mane, en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Það var skoðað í VAR og dæmt af í kjölfarið. Afar tæpt og margir Liverpool-stuðningsmenn ósáttir.

Gerard Deulofeu var hættulegur fyrir gestina og hann átti fínt skot stuttu eftir rangstöðumark Liverpool. Alisson varði þó vel. Hann átti svo skot beint úr aukaspyrnu sem hafnaði í stönginni síðar í leiknum.

Í uppbótartímanum tryggði Liverpool sér sigurinn þegar Salah skoraði öðru sinni. Mane sendi boltann fyrir markið og Origi hitti knöttinn ekki, en boltinn barst á Salah sem skoraði.

Langt frá því að vera besti leikur Liverpool, en eins og áður segir eru það stigin sem telja.

Liverpool er á toppnum með 11 stiga forskot, en Leicester getur minnkað það niður í átta stig á eftir. Watford er áfram á botninum, sex stigum frá öruggu sæti, en þetta var fyrsti leikur Nigel Pearson við stjórnvölinn.

Næst á dagskrá fyrir Liverpool er leikur gegn Aston Villa í deildabikarnum og Heimsmeistaramót félagsliða í Katar.

Klukkan 15:00 hefjast fjórir leikir. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner