mið 15. janúar 2020 21:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Mbappe og Neymar sáu um Mónakó
Mynd: Getty Images
Mónakó 1 - 4 PSG

PSG og Mónakó mættust í annað sinn á fjórum dögum í frönsku deildinni. Á sunnudag gerðu liðin 3-3 jafntefli á heimavelli PSG.

PSG var með fimm stiga forskot á Marseille í öðru sætinu fyrir leik kvöldsins og Monaco var í 7.- 10. sætinu með 29 stig, sautján stigum minna en PSG.

Kylian Mbappe skoraði fyrsta markið á 24. mínútu. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn heimamanna og kláraði með skoti í fjærhornið.

Neymar kom PSG í 0-2 fyrir háflleiksflautið með marki úr vítaspyrnu undir lok hálfleiksins. Á 72. mínútu skoraði svo varamaðurinn Paolo Sarabia þriðja mark gestanna þegar hann kom boltanum í netið eftir undirbúning Marco Veratti.

Mónakó klóraði í bakkann á 87. mínútu. Tiemoue Bakayoko þegar hann stýrði boltanum í netið eftir aukaspyrnu. PSG bætti enn í undir lokin, Kylian Mbappe skoraði þá eftir undirbúning Neymar, laglegt mark eftir skyndisókn. Mörkin urðu ekki fleiri og 1-4 sigur gestanna staðreynd.

PSG er eftir leikinn með átta stiga forskot í toppsætinu. Fyrr í kvöld lagði Rennes lið Nimes, 0-1, á útivelli og Amiens og Reims gerðu 0-0 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner