lau 15. janúar 2022 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Kjartan Henry með þrennu í sigri KR
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 2 - 5 KR
1-0 Bergvin Fannar Helgason ('11)
1-1 Pálmi Rafn Pálmason ('21)
1-2 Kjartan Henry Finnbogason ('36)
2-2 Ágúst Unnar Kristinsson ('61)
2-3 Stefan Alexander Ljubicic ('63)
2-4 Kjartan Henry Finnbogason ('89)
2-5 Kjartan Henry Finnbogason ('90)

Kjartan Henry Finnbogason fór á kostum þegar KR fór með sigur af hólmi gegn ÍR í Reykjavíkurmóti karla í dag.

ÍR tók forystuna í leiknum þegar Bergvin Fannar Helgason skoraði á 11. mínútu leiksins. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði fyrir KR og Kjartan Henry kom þeim yfir fyrir leikhlé.

Eftir rúmlega klukkutíma leiks jafnaði ÍR aftur metin þegar Ágúst Unnar Kristinsson skoraði. Staðan var hins vegar ekki jöfn lengi; Stefan Alexander Ljubicic kom KR aftur í forystu á 63. mínútu leiksins.

Kjartan Henry gerði svo tvö mörk undir lokin og fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur 2-5 fyrir KR, en ÍR-ingar gáfum þeim alvöru leik. Þetta var fyrsti leikur beggja þessara liða í Reykjavíkurmótinu á þessu ári.

Önnur úrslit:
Reykjavíkurmótið: Víkingur og Valur skildu jöfn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner