Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. janúar 2023 17:39
Brynjar Ingi Erluson
Mwepu fluttur á spítala eftir að gangráðurinn bilaði
Enock Mwepu liggur á spítala
Enock Mwepu liggur á spítala
Mynd: Getty Images
Sambíumaðurinn Enock Mwepu var í dag lagður á spítala eftir að gangráður hans bilaði. Zambian Observer greinir frá.

Mwepu tilkynnti í október að hann þyrfti að hætta í fótbolta vegna hjartagalla.

Miðjumaðurinn fyrrverandi hafði spilað sex leiki í úrvalsdeildinni fyrir Brighton á þessari leiktíð eftir að hjartagallinn fannst en Brighton bauð honum starf hjá félaginu eftir að það varð ljóst að hann þyrfti að leggja skóna á hilluna.

Í dag bárust fréttir af því að Mwepu, sem er 25 ára gamall, hafi verið lagður inn á spítala eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Samkvæmt heimildarmönnum Zambian Observer var Mwepu keyrandi er atvikið átti sér stað. Bíll hans rásaði á veginum áður en bifreiðin stoppaði út í kant. Mwepu opnaði hurðina og hrundi út úr bílnum áður en annar ökumaður kom honum til bjargar og keyrði hann á spítala.

Mwepu lét græða í sig gangráð á síðasta ári eftir að hjartagallinn kom í ljós en það er talið að hann hafi bilað og gefið honum raflost sem varð til þess að hann fór í hjartastopp.

Ástand hans er stöðugt og færum við ykkur frekari fréttir þegar þær berast.

Mwepu var ráðinn þjálfari U9 ára liðs Brighton undir lok síðasta mánaðar en hann spilaði 27 leiki og skoraði 3 mörk fyrir enska félagið.
Athugasemdir
banner
banner