mán 15. febrúar 2021 16:30
Enski boltinn
Gundogan skyldueign í Fantasy - Minnir á Paul Scholes
Ilkay Gundogan.
Ilkay Gundogan.
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan skoraði tvívegis í 3-0 sigri Manchester City á Tottenham um helgina en þessi þýski miðjumaður hefur nú skorað níu mörk í ensku úrvalsdeildinni frá áramótum.

„Mæting hans í teiginn minnir á Paul Scholes þegar hann var upp á sitt besta," sagði Jón Kaldal í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

„Ótrúlegar tímasetningar og vilji til að vera á réttum stað og búa sér til pláss í fráköskum og alls stðar þar sem er möguleiki á að koma boltanum í netið. Hann er einn af þessum leikmönnum sem er gaman að horfa á spila fótbotla. Hann er alltaf á hreyfingu og vill alltaf fá boltann, hann felur sig aldrei."

Engilbert Aron Kristjánsson sagði: „Við tölum mikið um Gundogan í mínum þætti Fantabrögðum. Hann kostar ekki nema 5 milljónir þar og er skyldueign í Fantasy."

Engilbert og Gylfa Tryggvason stýra þættinum Fantabrögð þar sem farið er yfir Fantasy deildina í ensku úrvalsdeildinni. Þeir félagar keyptu Gundogan í sitt lið fyrir nokkrum vikum.

„Þegar De Bruyne datt út var Gundogan að stíga upp og taka það hlutverk. skora mörk og gera það jafnvel betur," sagði Engilbert.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var nánar rætt um Manchester City. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Framtíð Arsenal og basl Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner