þri 15. febrúar 2022 20:16
Brynjar Ingi Erluson
„Þægilegt að koma bara heim með 900 þúsund kall á mánuði"
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi R., ræddi aðeins um félagaskipti íslenskra leikmanna erlendis og var þar ítalski boltinn sérstaklega til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Fjölmargir Íslendingar hafa verið seldir frá íslenskum liðum til Ítalíu síðustu ár og er á annan tug leikmanna að spila þar í landi í dag.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, spekingur í Dr. Football, sagði frá því að Mikael Egill Ellertsson og Andri Fannar Baldursson hafi fengið mjög góða samninga þegar þeir fóru til Ítalíu, en að þetta væri mikið hark.

Kári benti þá á að þetta ætti ekki að snúast um peninga á þessum tímapunkti ferilsins. Leikmennirnir koma svo heim úr „platvinnumennsku" eins og Hjörvar Hafliðason skaut inn í svar Kára og fá góða samninga á Íslandi.

„Ég held að Ítalía henti bara öllum vel," sagði Kári í Dr. Football.

„Það skiptir engu máli. Þetta snýst ekkert um að fá einhverja peninga í byrjun. Þú verður bara að harka þetta út, það er bara það."

„Ég held að það er það sem vantar í þessa stráka. Þeir eru alltaf með 'safety-net' og fá hörkusamninga á Íslandi. Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk. Þessir samningar sem er verið að bjóða gæjum sem koma heim og sem gekk ekki upp af því þeir eru hugsanlega bara með þetta 'safety-net' á bakvið eyrað. Þægilegt að koma bara heim með 900 þúsund kall á mánuði."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner