Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 15. febrúar 2024 16:23
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Gylfi í endurhæfingu á Spáni og vonast til að vera með í umspilinu
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson vonast til þess að geta tekið þátt í umspilinu með íslenska landsliðinu í næsta mánuði en 433.is hefur eftir honum að hann sé á Spáni í endurhæfingu vegna þeirra meiðsla sem hafa verið að hrjá hann.

Gylfi hefur verið að æfa undir handleiðslu Friðriks Ellerts Jónssonar fyrrum sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins.

Hann segir að endurhæfingin hafi gengið vel og ef ekkert bakslag komi ætti hann að geta gefið kost á sér í umspilið.

Íslenska liðið mætir Ísrael í fyrri umspilsleik um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars. Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.

Gylfi er félagslaus en hann rifti samningi sínum við Lyngby til að ná sér góðum af meiðslunum.

„Tæknilega séð höfum við rift samningi hans en við erum með heiðursmannasamkomulag við Gylfa. Þegar hann hefur náð að jafna sig á Spáni þá mun hann koma aftur í leikmannahóp okkar í dönsku Superliga," sagði Andreas Byder, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby, við danska fjölmiðla í síðasta mánuði.

Gylfi, sem er einn besti landsliðsmaður í sögu Íslands, sneri aftur í landsliðið fyrir gluggann í október í fyrra og bætti þá markametið er hann skoraði tvisvar í þægilegum sigri gegn Liechtenstein.

Gylfi hafði byrjað fimm leiki í röð með félagsliði og landsliði þegar Lyngby mætti Vejle 12. nóvember. Þá var hann ekki í leikmannahópi liðsins. Síðan þá hefur hann ekkert spilað.
Athugasemdir
banner
banner