Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   lau 15. febrúar 2025 18:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Ingimar með tvennu í sigri Þórs - Tveir HK-ingar sáu rautt
Ingimar Arnar Kristjánsson
Ingimar Arnar Kristjánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 4 - 1 HK
1-0 Atli Þór Sindrason ('58 )
1-1 Karl Ágúst Karlsson ('59 )
2-1 Ingimar Arnar Kristjánsson ('70 )
3-1 Ingimar Arnar Kristjánsson ('75 )
4-1 Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('90 )
Rautt spjald: ,Brynjar Snær Pálsson , HK ('30)Sandor Matus, HK ('77)

Þór vann góðan sigur á HK í Lengjubikarnum í dag en liðin mættust í Boganum á Akureyri.

Brynjar Snær Pálsson, leikmaður HK, fékk að líta rauða spjaldið eftir hálftíma leik en mörkin létu á sér standa í fyrri hálfleik.

Eftir tæplega klukkutíma leik kom Atli Þór Sindrason heimamönnum yfir en aðeins mínútu síðar jafnaði Karl Ágúst Karlsson metin fyrir HK.

Ingimar Arnar Kristjánsson svaraði fyrir Þór með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla, það seinna á 75. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, gult spjald og Sandor Matus, markmannsþjálfari liðsins, rautt.

Undir lok leiksins innsiglaði VIlhelm Ottó Biering Ottósson sigur Þórsara. Þór er með þrjú stig í 3. sæti eftir tvær umferðir en HK í 4. sæti án stiga.
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 2 2 0 0 10 - 3 +7 6
2.    ÍR 1 1 0 0 1 - 0 +1 3
3.    Þór 2 1 0 1 4 - 5 -1 3
4.    HK 1 0 0 1 1 - 4 -3 0
5.    FH 2 0 0 2 3 - 7 -4 0
Athugasemdir
banner
banner