Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Við erum þakklátir Fjölnismönnum
Júlíus Mar Júlíusson
Júlíus Mar Júlíusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Snær Georgsson og Júlíus Mar Júlíusson eru í U21 landsliðshópnum en þeir gengu ti lliðs við KR frá Fjölni í október og spiluðu báðir sinn fyrsta landsleik í nóvember.

Björgvin Jón Bjarnason, formaður fótboltadeildar Fjölnis, ræddi við Fótbolta.net í gær þar sem hann hafði sitthvað um vinnubrögð KSÍ að segja.

Hann var ekki ánægður með það að leikmenn þyrftu að skipta yfir í lið á borð við KR til að eiga möguleika á að komast í landsliðshóp.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var spurður út í þessi ummæli eftir tap liðsins gegn Fylki í undanúrslitum Lengjubikarsins í gær.

„Ég ætla ekki að vera setja mig í dómarasæti. Hann upplifir þetta svona og við verðum bara að bera virðingu fyrir því. Við erum þakklátir Fjölnis mönnum, við höfum fengið tvo frábæra leikmenn úr þeirra unglingastarfi og erum glaðir með það."
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Athugasemdir
banner
banner
banner