Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 02:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Coutinho með tvennu í opnunarleiknum
Coutinho fagnar.
Coutinho fagnar.
Mynd: Getty Images
Brasilía byrjar á þremur stigum.
Brasilía byrjar á þremur stigum.
Mynd: Getty Images
Brasilía 3 - 0 Bólivía
1-0 Philippe Coutinho ('50, víti)
2-0 Philippe Coutinho ('53)
3-0 Everton ('85)

Philippe Coutinho, leikmaður Barcelona, skoraði tvennu þegar Brasilía vann opnunarleikinn í Copa America, Suður-Ameríku bikarnum. Leikurinn fór fram í Sao Paulo í Brasilíu, en mótið er haldið þar í landi.

Það var fátt markvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum, en í upphafi seinni hálfleiks kom fyrsta markið. Það gerði Coutinho úr vítaspyrnu. Hann tvöfaldaði forystuna tveimur mínútum síðar þegar hann skoraði með skalla eftir sendingu Roberto Firmino.

Coutinho átti erfitt tímabil með Barcelona en hann byrjar þetta mót vel. Spurning hvort hann geti verið stjarna Brasilíu á þessu móti þar sem Neymar er ekki með.


Á 85. mínútu skoraði Everton þriðja mark Brasilíu stuttu eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður og þar við sat.

Lokatölur 3-0 fyrir Brasilíu í þessum opnunarleik. Venesúela og Perú eru einnig í þessum riðli.

Byrjunarlið Brasilíu: Alisson, Alves, Silva, Marquinhos, Filipe Luis, Fernandinho, Casemiro, Neres, Coutinho, Richarlison, Firmino.

Byrjunarlið Bólivíu: Lampe, M. Bejarano, Saavedra, Haquin, Chumacero, Saucedo, D. Bejarano, Justiniano, Castro, Jusino, Martins.
Athugasemdir
banner
banner
banner