Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. júní 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Erjur Giroud og Mbappe höfðu ekki áhrif á franska liðið
Kylian Mbappe var brjálaður út í Giroud en það er búið að leysa þau mál samkvæmt Lloris
Kylian Mbappe var brjálaður út í Giroud en það er búið að leysa þau mál samkvæmt Lloris
Mynd: EPA
Hugo Lloris, fyrirliði franska landsliðsins, segir að rifrildi Olivier Giroud og Kylian Mbappe hafi ekki haft áhrif á hópinn en Frakkland mætir Þýskalandi í kvöld.

Giroud kvartaði í fjölmiðla yfir því að Mbappe hafi ekki aðstoðað hann nógu mikið í 3-0 sigri Frakklands á Búlgaríu í síðasta landsleiknum fyrir Evrópumótið.

Mbappe var æfur yfir þessum ummælum Giroud og ræddi hann þetta á blaðamannafundi þar sem hann sagðist ósáttur með að hann hafi ekki talað við sig inn í klefa eftir leikinn.

Það virðist alltof oft vera mikið fjaðurfok í kringum franska landsliðið þegar liðið spilar á stórmótum en Lloris ítrekar þó að þetta hafi ekki haft áhrif á hópinn.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá voru töluvert meiri læti í fjölmiðlum heldur en í klefanum. Olivier og Kylian ræddu þetta daginn eftir leikinn en það er ekkert vandamál," sagði Lloris.

„Það var smá ósætti en þetta gerist í klefanum. Þetta hefur ekki haft nein áhrif á liðið eða hópinn í heild sinni. Þetta var meðhöndlað á réttan hátt og þetta er búið mál. Við viljum við einbeita okkur að leiknum og keppninni," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner