Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 15. júní 2021 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Heaton skrifar undir hjá Man Utd í vikunni
Mynd: Aston Villa
Fabrizio Romano greinir frá því að félagaskipti Tom Heaton til Manchester United séu svo gott sem staðfest.

Hinn 35 ára gamli Heaton gengst undir læknisskoðun og skrifar undir samning í vikunni. Hann verður svo kynntur sem nýr leikmaður Rauðu djöflanna í júlí.

Heaton er fenginn til félagsins sem þriðji markvörður eftir David De Gea og Dean Henderson. Hann býr yfir mikilli reynslu sem hann getur miðlað til liðsfélaganna enda hefur hann spilað 377 leiki á ferli sínum sem atvinnumaður. Flesta leiki spilaði Heaton fyrir Burnley frá 2013 til 2019.

Heaton mun skrifa undir tveggja ára samning við Man Utd, sem er einnig í viðræðum um kaup á Jadon Sancho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner