Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   mið 15. júní 2022 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Ég og enginn af mínum leikmönnum sætta sig við það
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er sáttur með stigið, maður getur ekki verið súr með stig, maður er súr að fá ekki þrjú. En ég held að við höfum ekki átt það skilið í dag. Mér fannst við ekki eiga frábæran leik, sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 3 - 3 jafntefli við ÍA á heimavelli í dag en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma leiksins.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

„Skagamenn voru góðir, það voru frábærar skyndisóknir hjá þeim, þeir komust í alltof margar slíkar. Við ræddum það sérstaklega í hálfleik að forðast það en í bæði skiptin sem þeir skoruðu í síðari hálfleik vorum við í hörkuséns að búa til færi. Í seinna skiptið erum við í dauðafæri á markteig en Árni setur hann hratt í leik og þeir keyra yfir völlinn. Við erum með nægan mannskap til baka, tveir skagamenn á móti 4 KR-ingum og við verjumst þeim illa. Ég er mjög ósáttur við það," sagði Rúnar.

En var eitthvað í leik ÍA sem kom honum á óvart?

„Bæði og, skagamenn pressuðu og komu hærra á völlinn en við héldum að þeir myndu gera og þeir voru miklu betri á boltanum en þeir höfðu verið í undanförnum leikjum og héldu boltanum mjög vel. Að sama skapi héldum við boltanum ekki vel og spiluðum ekki vel út úr pressunni. Við vorum krampakenndir í dag, það hefur verið langt frí og takturinn örlítið farinn þó við höfum reynt að halda honum við með góðum æfingum og einum æfingaleik fannst mér við ekki klárir þegar þetta byrjaði."

KR endar á að taka eitt stig út úr leiknum í kvöld en hversu mikilvægt er að fá þetta stig í lokin?

„Það er gríðarlega mikilvægt, öll stig telja og það er hörkubarátta framundan. Það eru margir leikir eftir og auðvitað erum við ósáttir að fá á okkur þrjú mörk á heimavelli. Ég sætti mig ekki við það og enginn af mínum leikmönnum inni í klefa. En þannig fór þetta og við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og safna stigum. Vonandi fáum við fleiri næst."

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var ósáttur við dómgæsluna í leiknum, Rúnar vildi ekki tjá sig um hana.

„Nei er ekki ágætt að sérfræðingarnir sjái um það, þeir vita allt manna best og ættu að geta tekið sínar ákvarðanir stundum og ekki láta okkar þjálfarana vera að gaspra og kveina. Það er augljóst að í öllum fótboltaleikjum eru gerð mistök, bæði leikmenn, þjálfarar, dómarar og stuðningsmenn og það voru einhver slík í dag. Ég hefði viljað fá víti, Jón Þór hefur örugglega viljað fá víti, hvort það sé rétt get ég ekki séð þaðan sem ég stend þó mér finnist það og þegar leikurinn er í gangi er ég æstur og adrenalín í gangi og maður vil það besta fyrir sitt lið. Maður vill endalaust aukaspyrnur og vítaspyrnur og vafaatriði sín megin en það verður að treysta dómaranum fyrir sínu starfi og vona að hann geri það sem best."

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner