Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mið 15. júní 2022 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Ég og enginn af mínum leikmönnum sætta sig við það
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er sáttur með stigið, maður getur ekki verið súr með stig, maður er súr að fá ekki þrjú. En ég held að við höfum ekki átt það skilið í dag. Mér fannst við ekki eiga frábæran leik, sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 3 - 3 jafntefli við ÍA á heimavelli í dag en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma leiksins.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

„Skagamenn voru góðir, það voru frábærar skyndisóknir hjá þeim, þeir komust í alltof margar slíkar. Við ræddum það sérstaklega í hálfleik að forðast það en í bæði skiptin sem þeir skoruðu í síðari hálfleik vorum við í hörkuséns að búa til færi. Í seinna skiptið erum við í dauðafæri á markteig en Árni setur hann hratt í leik og þeir keyra yfir völlinn. Við erum með nægan mannskap til baka, tveir skagamenn á móti 4 KR-ingum og við verjumst þeim illa. Ég er mjög ósáttur við það," sagði Rúnar.

En var eitthvað í leik ÍA sem kom honum á óvart?

„Bæði og, skagamenn pressuðu og komu hærra á völlinn en við héldum að þeir myndu gera og þeir voru miklu betri á boltanum en þeir höfðu verið í undanförnum leikjum og héldu boltanum mjög vel. Að sama skapi héldum við boltanum ekki vel og spiluðum ekki vel út úr pressunni. Við vorum krampakenndir í dag, það hefur verið langt frí og takturinn örlítið farinn þó við höfum reynt að halda honum við með góðum æfingum og einum æfingaleik fannst mér við ekki klárir þegar þetta byrjaði."

KR endar á að taka eitt stig út úr leiknum í kvöld en hversu mikilvægt er að fá þetta stig í lokin?

„Það er gríðarlega mikilvægt, öll stig telja og það er hörkubarátta framundan. Það eru margir leikir eftir og auðvitað erum við ósáttir að fá á okkur þrjú mörk á heimavelli. Ég sætti mig ekki við það og enginn af mínum leikmönnum inni í klefa. En þannig fór þetta og við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og safna stigum. Vonandi fáum við fleiri næst."

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var ósáttur við dómgæsluna í leiknum, Rúnar vildi ekki tjá sig um hana.

„Nei er ekki ágætt að sérfræðingarnir sjái um það, þeir vita allt manna best og ættu að geta tekið sínar ákvarðanir stundum og ekki láta okkar þjálfarana vera að gaspra og kveina. Það er augljóst að í öllum fótboltaleikjum eru gerð mistök, bæði leikmenn, þjálfarar, dómarar og stuðningsmenn og það voru einhver slík í dag. Ég hefði viljað fá víti, Jón Þór hefur örugglega viljað fá víti, hvort það sé rétt get ég ekki séð þaðan sem ég stend þó mér finnist það og þegar leikurinn er í gangi er ég æstur og adrenalín í gangi og maður vil það besta fyrir sitt lið. Maður vill endalaust aukaspyrnur og vítaspyrnur og vafaatriði sín megin en það verður að treysta dómaranum fyrir sínu starfi og vona að hann geri það sem best."

Nánar er rætt við Rúnar í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner