Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júlí 2022 16:00
Fótbolti.net
Úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Kjartan Kári Halldórsson, Grótta.
Kjartan Kári Halldórsson, Grótta.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Chris Brazell, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net hefur valið úrvalslið fyrri hluta Lengjudeildarinnar en þar eru það efstu lið deildarinnar sem eiga fulltrúa.

Flestir leikmenn koma frá HK, eða fjórir talsins. Þrír koma úr Fylki og þá eiga Selfoss og Grótta tvo fulltrúa hvort lið.

Leikmaður fyrri hlutans: Kjartan Kári Halldórsson, Gróttu
Er langmarkahæstur í deildinni með 12 mörk. Strákur sem varð 19 ára fyrr í þessum mánuði. Gerði 8 mörk í deildinni í fyrra og hefur svo farið með himinskautum í ár.

Þjálfari fyrri hlutans: Chris Brazell, Gróttu
Þrítugur Englendingur sem hefur náð eftirtektarverðum árangri með Gróttu. Var yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu áður en hann tók við meistaraflokknum. Gróttu var spáð 9. sæti fyrir mótið en er sem stendur í öðru sæti.



Úrvalslið fyrri hlutans:
Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir

Ásgeir Eyþórsson - Fylkir
Arnar Þór Helgason - Grótta
Leifur Andri Leifsson - HK

Benedikt Daríus Garðarsson - Fylkir
Atli Arnarson - HK
Gary Martin - Selfoss
Ívar Örn Jónsson - HK

Kjartan Kári Halldórsson - Grótta
Gonzalo Zamorano - Selfoss
Stefán Ingi Sigurðarson - HK
Athugasemdir
banner
banner
banner