Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
Turnar Segja Sögur: Fc Risar vs Fc Dvergar
Hugarburðarbolti GW 1 Ballið er byrjað!
Innkastið - Gamlir draugar hjá Val, ÍA fallið og deilt um dóm
Enski boltinn - Arsenal með mark úr horni
Leiðin úr Lengjunni: Þór í kjörstöðu og toppsætið innan seilingar hjá Þrótti
Staðan tekin fyrir endasprettinn í neðri deildunum! 
Útvarpsþátturinn - Afhroð í Kóngsins og spáin fyrir enska
Turnar Segja Sögur: Pizzagate
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir á botninum og Þróttarar stimpla sig í toppbaráttu
Uppbótartíminn - Landsliðsspekúleringar, markaflóð og stærsti leikur ársins
Enski boltinn - Oasis sneri aftur en mun City gera það líka?
Enski boltinn - Án ofdekraðra aumingja aftur í Meistaradeildina
Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
   lau 15. ágúst 2020 18:39
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Hefði ekki verið ósanngjarnt að jafna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta tap Arnars Grétarssonar sem þjálfara KA kom í dag á Origovellinum þar sem leikmenn hans töpuðu 0-1 fyrir Val.

„Fyrst og fremst er ég bara svekktur með að tapa, markið sem við fáum á okkur er í ódýrari kantinum og það kemur okkur í erfiða stöðu."

Arnar var nokkuð sáttur við leik sinna manna er á leikinn leið.

„Mér fannst menn stíga upp í seinni hálfleik og stíga upp á þá þannig að í lokin þá falla þeir til baka.  Auðvitað hefði maður viljað fá jöfnunarmarkið, það hefði ekkert verið ósanngjarnt held ég."

„Við komust í seinni hálfleik oft í ákjósanlegar stöður til að komast í gegn, fengum fullt af sénsum á krossum, hornspyrnur og stöður þar sem við hefðum getað skotið en fórum til hliðar. Vantaði herslumun en ég var mjög ánægður með baráttuna, á því er hægt að byggja."


Það var lítið um færi í leiknum, var Covid-ryð í mannskapnum?

„Auðvitað er það þannig að það hlýtur á bitna á liðunum að æfa með þessari tveggja metra reglu, þú gast gert ákveðna hluti en þar sem að þú máttir ekki spila þá er ekkert ólíklegt að sé ryð í mönnum."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir, því miður voru myndvandamál í gangi svo einungis er um útvarpsviðtal er að ræða. 
Athugasemdir
banner