Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
Rann blóðið til skyldunnar - „Eiga inni hjá mér“
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Leiðin úr Lengjunni: Umspilið gert upp og verðlaun fyrir tímabilið
Tveggja Turna Tal - Milan Stefán Jankovic
Kjaftæðið - Enskir dómarar til skammar og KR á botninum!
Enski boltinn - Menn að tala um meistarasigur
Útvarpsþátturinn - Heimsókn frá Húsavík við Skjálfanda
Leiðin úr Lengjunni: Siggi Höskulds fer yfir sviðið og upphitun fyrir úrslitin
Kjaftæðið - Liðið sem þorir vinnur 50 milljóna leikinn, hlaupa Víkingar með titilinn?
   lau 15. ágúst 2020 18:39
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Hefði ekki verið ósanngjarnt að jafna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta tap Arnars Grétarssonar sem þjálfara KA kom í dag á Origovellinum þar sem leikmenn hans töpuðu 0-1 fyrir Val.

„Fyrst og fremst er ég bara svekktur með að tapa, markið sem við fáum á okkur er í ódýrari kantinum og það kemur okkur í erfiða stöðu."

Arnar var nokkuð sáttur við leik sinna manna er á leikinn leið.

„Mér fannst menn stíga upp í seinni hálfleik og stíga upp á þá þannig að í lokin þá falla þeir til baka.  Auðvitað hefði maður viljað fá jöfnunarmarkið, það hefði ekkert verið ósanngjarnt held ég."

„Við komust í seinni hálfleik oft í ákjósanlegar stöður til að komast í gegn, fengum fullt af sénsum á krossum, hornspyrnur og stöður þar sem við hefðum getað skotið en fórum til hliðar. Vantaði herslumun en ég var mjög ánægður með baráttuna, á því er hægt að byggja."


Það var lítið um færi í leiknum, var Covid-ryð í mannskapnum?

„Auðvitað er það þannig að það hlýtur á bitna á liðunum að æfa með þessari tveggja metra reglu, þú gast gert ákveðna hluti en þar sem að þú máttir ekki spila þá er ekkert ólíklegt að sé ryð í mönnum."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir, því miður voru myndvandamál í gangi svo einungis er um útvarpsviðtal er að ræða. 
Athugasemdir