Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
   lau 15. ágúst 2020 18:39
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Hefði ekki verið ósanngjarnt að jafna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta tap Arnars Grétarssonar sem þjálfara KA kom í dag á Origovellinum þar sem leikmenn hans töpuðu 0-1 fyrir Val.

„Fyrst og fremst er ég bara svekktur með að tapa, markið sem við fáum á okkur er í ódýrari kantinum og það kemur okkur í erfiða stöðu."

Arnar var nokkuð sáttur við leik sinna manna er á leikinn leið.

„Mér fannst menn stíga upp í seinni hálfleik og stíga upp á þá þannig að í lokin þá falla þeir til baka.  Auðvitað hefði maður viljað fá jöfnunarmarkið, það hefði ekkert verið ósanngjarnt held ég."

„Við komust í seinni hálfleik oft í ákjósanlegar stöður til að komast í gegn, fengum fullt af sénsum á krossum, hornspyrnur og stöður þar sem við hefðum getað skotið en fórum til hliðar. Vantaði herslumun en ég var mjög ánægður með baráttuna, á því er hægt að byggja."


Það var lítið um færi í leiknum, var Covid-ryð í mannskapnum?

„Auðvitað er það þannig að það hlýtur á bitna á liðunum að æfa með þessari tveggja metra reglu, þú gast gert ákveðna hluti en þar sem að þú máttir ekki spila þá er ekkert ólíklegt að sé ryð í mönnum."

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir, því miður voru myndvandamál í gangi svo einungis er um útvarpsviðtal er að ræða. 
Athugasemdir
banner
banner