Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. ágúst 2020 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fimm stiga forysta Vals á toppnum
Valur er á toppi deildarinnar.
Valur er á toppi deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi skoraði sigurmarkið af vítapunktinum fyrir ÍA.
Tryggvi skoraði sigurmarkið af vítapunktinum fyrir ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur styrkti stöðu sína á toppi Pepsi Max-deildarinnar með heimasigri gegn KA í dag. Liðið í öðru sæti, nágrannar Vals í KR, töpuðu gegn FH í gær og því kjörið tækifæri fyrir Val að koma sér í góðu stöðu á toppnum í dag.

Valur fékk gjöf í byrjun leiks þegar Rodrigo Gomes Mateo skallaði boltann fyrir fætur Kristins Freys Sigurðssonar í teignum. Kristinn þakkaði fyrir sig og kom boltanum í netið.

Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn og hefðu KA-menn getað jafnað á 22. mínútu. „KA tekur aukaspyrnuna á fjær þar sem Ívar er óvaldaður og leggur hann snyrtilega framhjá Hannesi en Haukur Páll á ævintýrtæklingu og hreinsar af línunni, samherjar hans framlengja það svo út úr teignum," skrifaði Magnús Þór Jónsson í beinni textalýsingu.

Aron Bjarnason setti boltann yfir fyrir opnu marki í byrjun seinni hálfleiks og voru gestirnir frá Akureyri inn í leiknum alveg til leiksloka. Þeir náðu hins vegar ekki að skapa markið og ekki tókst þeim að koma boltanum í netið. Lokatölur 1-0 fyrir Val sem er með fimm stiga forskot á toppnum. Þess ber þó að geta að KR og FH, sem eru með 17 stig, eiga leik til góða og Stjarnan, sem er með 15 stig, á þrjá leiki til góða.

KA er eftir tapið í dag í níunda sæti með átta stig, tveimur stigum frá fallsæti. KA hefur aðeins unnið einn deildarleik til þessa í sumar.

Mikið drama á Skaganum
ÍA tók á móti Fylki á Akranesi og þar leiddu gestirnir í hálfleik eftir mark frá Arnóri Gauta Ragnarssyni undir lok fyrri hálfleiksins.

Jóhannes Karl Guðjónsson fór greinilega vel yfir hlutina með sínum mönnum í hálfleik. Steinar Þorsteinsson jafnaði metin á 55. mínútu og 20 mínútum síðar skoraði Stefán Teitur Þórðarson. „Skagamenn eru komnir yfir. ÍA fékk horn og boltinn berst fyrir en Fylkir hreinar . Boltinn aftur fyrir þar sem Óttar stendur aleinn og skallar hann á Stefán Teit sem er aaaaaaaleinn í teignum og leggur hann framhjá Aroni í markinu," skrifaði Benjamín Þórðarson þegar Stefán Teitur skoraði.

Á 84. mínútu jafnaði Orri Sveinn Stefánsson eftir fyrirgjöf frá Djair Parfitt-Williams og leikurinn virtist ætla að enda með jafntefli. En svo var ekki því Skagamenn fengu víti í uppbótartímanum. Orri Steinn fékk rautt spjald og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði af vítapunktinum.

ÍA er eftir sigurinn með 13 stig í áttunda sæti og Fylkir með 15 stig í fimmta sæti. Bæði lið hafa spilað tíu deildarleiki í sumar.

Valur 1 - 0 KA
1-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('6 )
Lestu nánar um leikinn

ÍA 2 - 2 Fylkir
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson ('39 )
1-1 Steinar Þorsteinsson ('55 )
2-1 Stefán Teitur Þórðarson ('75 )
2-2 Orri Sveinn Stefánsson ('84)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner