Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: Jafnt í stórslagnum - Fram tólf stigum frá fallsvæðinu
Danijel Dejan Djuric gerði jöfnunarmark Víkinga.
Danijel Dejan Djuric gerði jöfnunarmark Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru með sex stiga forskot á toppnum.
Blikar eru með sex stiga forskot á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Magg skoraði auðvitað fyrir Fram.
Gummi Magg skoraði auðvitað fyrir Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Víkingur skildu jöfn þegar þau áttust við í stórleik umferðarinnar í Bestu deild karla.

Það var mikil eftirvænting fyrir þessum leik þar sem þarna voru tvö af sterkustu liðum landsins að mætast, en leikurinn náði seint flugi. Það var mikið um brot og var boltinn mikið úr leik - sérstaklega í fyrri hálfleiknum.

Blikarnir voru heilt yfir sterkari í fyrri hálfleik og undir lok fyrri hálfleiks kom fyrsta markið þegar Sölvi Snær Guðbjargarson skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Hann hafði komið inn á sem varamaður.

Víkingar unnu sig inn í leikinn þegar leið á seinni hálfleikinn og þeim tókst svo að jafna á 62. mínútu. „Ari Sigurpálsson átti frábært skot sem krullaðist í stöngina og rataði svo til Danijel Djuric sem setti boltann af öryggi í markið," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í beinni textalýsingu.

Danijel, sem hefur komið sterkur inn hjá Víkingum, var þarna að skora gegn sínum gömlu félögum.

Damir Muminovic, varnarmaður Blika, fékk að líta sitt annað gula spjald á 79. mínútu og fengu Víkingar tækifæri til að stela sigrinum en þeir náðu ekki að skapa nægilega góð færi til að vinna leikinn. Lokatölur 1-1.

Breiðablik er áfram á toppnum með sex stiga forskot á KA sem er í öðru sæti. Víkingar eru í þriðja sæti, átta stigum á eftir toppliðinu en með leik til góða.

Fram með mjög sterkan sigur
Í hinum leiknum sem var að klárast, þar hafði Fram betur gegn Leikni á heimavelli.

Magnús Þórðarson kom Fram yfir með áhugaverðu marki á níundu mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson kom Fram í 2-0 snemma í seinni hálfleik, en Emil Berger minnkaði svo muninn fyrir Leikni úr vítaspyrnu.

Fram svaraði því vel, með tveimur mörkum með stuttu millibili og lokatölur 4-1 í þessum leik. Fram er í áttunda sæti, tólf stigum frá fallsvæðinu. Leiknir er á því svæði með aðeins tíu stig eftir 16 leiki. Þeir eru einu stigi frá öruggu sæti og með leik til góða á FH sem er í tíunda sætinu.

Breiðablik 1 - 1 Víkingur R.
1-0 Sölvi Snær Guðbjargarson ('45 )
1-1 Danijel Dejan Djuric ('62 )
Rautt spjald: Damir Muminovic, Breiðablik ('79) Lestu um leikinn

Fram 4 - 1 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson ('9 )
2-0 Brynjar Gauti Guðjónsson ('50 )
2-1 Henrik Emil Hahne Berger ('59 , víti)
3-1 Guðmundur Magnússon ('64 )
4-1 Albert Hafsteinsson ('66 )
Lestu um leikinn

Sjá einnig:
Besta deildin: KR áfram með yfirhöndina þegar fimm leikir eru eftir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner