Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar líkar við færslu sem talar gegn Mbappe
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

PSG hefur farið vel af stað í frönsku deildinni þar sem liðið er með tíu mörk skoruð eftir tvær umferðir.


Fjölmiðlar hafa þó verið að tala um Kylian Mbappe og Neymar vegna hegðunar þeirra. Líkamstjáning Mbappe hefur ekki verið sú besta á upphafi tímabils og hefur ungstirnið verið gagnrýnt fyrir að sýna ekki nægilega mikla jákvæðni.

Nú eru fjölmiðlar byrjaðir að ræða um Neymar eftir að hann líkaði við færslu á Twitter sem talar gegn Mbappe.

Mbappe rann út á samningi hjá PSG í sumar og tókst að koma af stað uppboðsstríði á milli PSG og Real Madrid sem kepptust um undirskriftina. Kantmaðurinn eldfljóti samdi að lokum við Frakklandsmeistarana sem hafa boðið honum svakalegan samning.

Leikmenn PSG skiptust á að taka vítaspyrnur áður fyrr en núna er það Mbappe sem tekur vítaspyrnurnar. Twitter aðgangur sem er skírður í höfuðið á Neymar er ekki sáttur með þetta og birti færslu vegna málsins. Færslan er neikvæð í garð Mbappe og endaði Neymar á að líka við hana.

Hvort þetta hafi gerst óvart eða hvort þetta sé eitthvað grín á milli stórstjarna er óvitað en mögulegt er að það ríki eitthvað ósætti þarna á milli.

„Núna er það staðfest, Mbappe tekur vítaspyrnurnar hjá PSG. Þetta er augljóslega í nýja samningnum hans vegna þess að það er ekki til neitt félag í heimi sem myndi ekki láta Neymar taka vítaspyrnur hjá sér," segir í færslunni.

„Það lítur út fyrir að Mbappe sé orðinn eigandi PSG eftir að hann skrifaði undir þennan nýja samning!!"

Færslan er skrifuð á portúgölsku og má sjá hana hér fyrir neðan. Neymar líkar enn við færsluna sem gerir notendum á Twitter kleift að sjá hana í gegnum opinbera Twitter-síðu Neymar.

Færslan vísar til þess að Mbappe brenndi af vítaspyrnu í 5-2 sigri um helgina en svo steig Neymar á vítapunktinn 20 mínútum síðar og skoraði.

Athugið að færslan sjálf kemur ekki frá Neymar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner