Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   sun 15. september 2024 15:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Atalanta lagði Fiorentina í fjörugum leik - Albert og Þórir utan hóps
Mateo Retegui
Mateo Retegui
Mynd: EPA

Fiorentina tapaði gegn Atalanta í fjörugum leik í dag. Þá gerðu Torino og Lecce markalaust jafntefli.


Lucas Martinez Quarta kom Fiorentina yfir þegar hann skoraði af miklu harðfylgi. Mateo Retegui jafnaði metin með skalla stuttu síðar.

Moise Kean kom Fiorentina aftur yfir en hann hefur verið heitur að undanförnu fyrir Fiorentina og ítalska landsliðið. Atalanta svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks og þar við sat.

Albert Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Fiorentina en hann hefur verið hér á landi undanfarið þar sem réttarhöld yfir honum eru í gangi.

Lecce heimsótti Torino og var sterkari aðilinn en markalaust jafntefli niðurstaðan. Þórir Jóhann Helgason var ekki í leikmannahópi Lecce.

Atalanta 3 - 2 Fiorentina
0-1 Lucas Martinez ('15 )
1-1 Mateo Retegui ('21 )
1-2 Moise Kean ('32 )
2-2 Ademola Lookman ('45 )
3-2 Charles De Ketelaere ('45 )

Torino 0 - 0 Lecce


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 22 13 8 1 35 17 +18 47
3 Roma 22 14 1 7 27 13 +14 43
4 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
5 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Udinese 22 8 5 9 25 34 -9 29
11 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 22 5 8 9 25 31 -6 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 22 2 8 12 18 37 -19 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner
banner