Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 15. október 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Sky Sports 
Merson: Newcastle þarf 17 leikmenn - Þetta er ekki Football Manager
Paul Merson
Paul Merson
Mynd: Getty Images
Nýjum eigendum fagnað.
Nýjum eigendum fagnað.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, sparkspekingur hjá Sky Sports, segir að verkefni Newcastle sé ekki einfalt þrátt fyrir að félagið sé nú í eigu moldríkra eigenda frá Sádí-Arabíu.

Merson segir að það sé ekki sjálfgefið að Newcastle nái árangri og segir að félagið þurfi í það minnsta sautján nýja leikmenn.

„Mér finnst fólk vera farið fram úr sér og hugsi að þetta sé eins og þegar Jack Walker var hjá Blackburn og þeir urðu meistarar. Það eru akkúrat engar líkur á því," skrifar Merson í grein sinni.

„Ég vil ekki vera sá sem eyðileggur partýið en allir eiga pening núna og Newcastle þarf sautján leikmenn!"

Merson segir að kjarninn hjá félaginu sé ekki það góður að það sé hægt að fá inn nokkra heimsklassa leikmenn og liðið verði þá í toppbaráttu. Hann segir að félagið þurfi allt nýtt.

„Þú getur ekki farið út og keypt heiminn, og jafnvel þó þú getir farið og keypt fimm 150 milljón punda leikmenn þá muntu ekki vinna allt. Þú verður að fara og kaupa heilt lið."

„Hvað munu leikmenn eins og Jesse Lingard og Dele Alli gera fyrir Newcastle? Þeir eru betri en þeir sem eru núna hjá félaginu en þeir komast ekki í liðið hjá sínum félögum. Þeir eru ekki að fara vinna neitt fyrir félagið. Ég er ekki viss um að eigandinn átti sig á því að þetta verði ekki frábært lið á einni nóttu. Þetta er ekki Football Manager,"
segir Merson.

Smelltu hér til að lesa greinina í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner